Foreldramorgunn fimmtudaginn 27. apríl í Digraneskirkju
Morgunverður og spjall. Sara Lind Arnfinnsdóttir hefur umsjón með starfinu.
Fáum góðan gest að þessu sinni.
Hrönn Guðjónsdóttir hjá https://www.nalarognudd.is/ kemur fimmtudaginn 27. Apríl s kl. 10.00 og kynnir kosti þess að nudda barnið sitt. Hún verður með smá kennslu og þú færð bækling með nuddstrokunum með þér heim, einnig verður hún með nuddolíu fyrir þig til þess að nota á staðnum. Þú þarft að koma með stórt mjúkt handklæði eða annað til þess að hafa undir barninu í nuddinu. Ef þú vilt fylgjast með þá setur Hrönn oft inn á story myndbönd af nuddstrokum: Facebook og Insta: Ungbarnanudd.is
25. apríl 2023 - 14:36
Alfreð Örn Finnsson