Á uppstigningardag, fimmtudaginn 18. maí, sem jafnframt er dagur aldraðra í kirkjunni verður messa í Digraneskirkju kl. 14.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Hrafnkell Karlsson.
Söngvinir kór eldri borgara í Kópavogi leiðir safnaðarsöng.
Boðið verður upp á kaffi og vöfflur að lokinni messu.
15. maí 2023 - 09:31
Alfreð Örn Finnsson