Þriðjudagur 16. maí kl. 11-16.30.

Vorferð félagsstarfs eldri borgara til Keflavíkur.

Dagskráin er eftirfarandi: Farið verður með rútu frá Digraneskirkju kl.11. Tekið verður á móti hópnum í Keflavíkurkirkju. Þar verður hádegisverður og við fræðumst um kirkjuna ásamt helgistund í kapellunni. Þaðan verður haldið í Rokksafnið þar sem við fáum leiðsögn um safnið.
Ferðin endar á kaffi og köku í Sigurjónsbakaríi.

Skráning hefur gengið vel en hægt er að skrá sig með því að hringja í sr. Alfreð 891-6138 eða senda tölvupóst á alfred.orn.finnsson@kirkjan.is

15. maí 2023 - 09:24

Alfreð Örn Finnsson