Sunnudagurinn 16. júlí í Digranes- og Hjallaprestakalli.

Guðsþjónusta í Digraneskirkju kl. 11.

Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar.

Kormákur Logi Bergsson og Þórbergur Bollason leika tónlist á trommur og flygil. Þeir félagar kalla verkefnið sitt Slagsmál. Tvímenningarnir munu einnig leiða safnaðarsönginn.

Kaffisopi eftir stundina, verið velkomin!

Vinsamlega athugið að vegna sumarleyfa verður næst messað í Digranes- og Hjallakirkju 13. ágúst. Við bendum á vini okkar og nágranna í Kópavogskirkju og Lindakirkju.

Njótið sólar og sumars, sjáumst hress í ágúst!

11. júlí 2023 - 11:20

Alfreð Örn Finnsson