Það var góður dagur í Digranes- og Hjallakirkju í dag þegar við tókum á móti nýjum presti.
Í Digranesi var guðsþjónustan færð út enda veðrið alveg frábært. Sr. Hildur Sigurðardóttir nýr prestur prestakallsins
prédikaði og spilaði á gítarinn. Linda og Stefán buðu upp á súpu, köku og kaffi að vanda eftir messu.

Í Hjallakirkju var fjölmenni þegar fermingarbörn vorsins mættu með foreldrum sínum. Guðrún og Stefán sameinuðu krafta sína og kirknanna og buðu
upp á skúffuköku o.fl.

Við bjóðum sr. Hildi velkomna!

20. ágúst 2023 - 20:10

Alfreð Örn Finnsson