Í vetur ætlum við að bjóða upp á íþrótta- og sunnudagaskóla í Digraneskirkju á sunnudögum kl. 11.

Skemmtileg upphitun, þrautabraut og leikir. Eftir hreyfingu heyrum við biblíusögu, syngjum saman og biðjum.

Í lokin verður hægt að slaka á, lita eða föndra og fá sér hressingu.

Auk þess er alltaf súpa í safnaðarsal eftir stundirnar.

Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þær Ásdís og Sara.

31. ágúst 2023 - 15:54

Alfreð Örn Finnsson