Sameiginlegt félagsstarf eldri borgara Digranes- og Hjallakirkju hefst aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 5. september. Starfið fer fram í Digraneskirkju nema annað sé sérstaklega tekið fram eins og þegar við hittumst í Hjallakirkju eða förum í ferðir.
Digraneskirkja þriðjudagur 5.9, dagskráin er eftirfarandi:
Leikfimi í kapellunni kl. 11, hádegismatur kl. 12, helgistund kl. 12.30. Eftir helgistund í kirkjunni ræðir sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir um konur í Biblíunni. Kaffi og góðir molar í lokin.
Linda og Stefán taka vel á móti hópnum og reiða fram góðan hádegisverð. Alfreð og Matti leiða helgistundina.
Digraneskirkja fimmtudagur 7.9, dagskráin er eftirfarandi:
Leikfimi í kapellunni kl. 11, bænastund kl. 11.45. Eftir bænastund verður boðið upp á hressingu en í kjölfarið hittist prjónahópurinn.
Minnum á kirkjubílinn 500 kr. ferðin fram og tilbaka, hafið samband í síma 554-1620 til að panta far.
2. september 2023 - 10:03
Alfreð Örn Finnsson