Dagskrá vikunnar í sameiginlegu félagsstarfi eldri borgara Digranes- og Hjallakirkju.

Digraneskirkja þriðjudagur 19. september:

Kl. 11 leikfimi í kapellunni.

Kl. 12 Linda og Stefán bjóða upp á kjötsúpu.

Kl. 12.30 Gróa og Alfreð leiða helgistund.

Kl. 13 Sigurlaug Guðmundsdóttir verður gestur okkur að þessu sinni og segir frá ferðalagi sínu til Indlands. Guðrún Sigurðardóttir stýrir svo spurningakeppni.

Kaffi og molar í lokin.

Digraneskirkja fimmtudagur 21. september:

Kl. 11 leikfimi í kapellunni.

Kl. 11.45 bænastund.

Kl. 12 hressing.

Kl. 12.15 prjónahópur.

Verið velkomin!

18. september 2023 - 15:38

Alfreð Örn Finnsson