Sunnudaginn 17. september var svokölluð Gul messa í Hjallakirkju. Messan var haldin í gulum september sem er mikilvægt verkefni tileinkað sjálfsvígsforvörnum og geðrækt.

Stundin var vel heppnuð, friður í kirkjunni, fallegur söngur og frábær hugleiðing Pálínu frá Píeta samtökunum.

Nokkrar myndir frá stundinni fylgja færslunni.

19. september 2023 - 15:04

Alfreð Örn Finnsson