Fimmtudaginn 21. september verður foreldramorgunn eins og vanalega kl. 10-11.30 í Digraneskirkju.

Sara Lind ætlar að setja upp þrautabraut fyrir börnin eins og vaninn er í íþrótta- og sunnudagaskólanum.

Boðið verður upp á morgunverð!

Í næstu viku fáum við Gróu organista í heimsókn og ætlar hún að stjórna krílasöng.

6. október fáum við Tinnu sjúkraþjálfara í heimsókn, en hún ætlar að vera með fræðslu ásamt liðleikaæfingum fyrir foreldra og börnin.

Verið velkomin!

20. september 2023 - 13:40

Alfreð Örn Finnsson