Sunnudaginn 1. október verður hátíðarstemning í Digranes- og Hjallakirkju.

Digraneskirkja kl. 11

Íþrótta- og sunnudagaskóli. Ásdís og Sara hafa umsjón.

Eftir stundina verður súpa og kaka í safnaðarsalnum.

Hjallakirkja kl. 13

Innsetningarmessa sr. Hildar Sigurðardóttur. Söfnuðurnir bjóða nýjan prest velkominn.

Sr. Hildur prédikar og þjónar fyrir altari, sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur og sr. Alfreð Örn þjóna einnig við messuna. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Óperukórinn leiðir safnaðarsönginn og syngur.

Eftir messu verður boðið upp á kaffihlaðborð í Digraneskirkju. 

27. september 2023 - 20:20

Alfreð Örn Finnsson