Það var góður andi og mikil gleði þegar sr. Hildur Sigurðardóttir var sett inn í embætti prests við Digranes- og Hjallakirkju sl. sunnudag.

Við erum þakklát fyrir góða mætingu og vinahug. 

Hluti hópsins gekk eftir messuna sem var í Hjallakirkju niður í Digraneskirkju þar sem boðið var upp á glæsilegt kökuhlaðborð.

Takk fyrir frábæran og skemmtilegan dag, kveðja frá starfsfólki og sóknarnefndum Digranes- og Hjallakirkju.

Takk fyrir myndirnar: Andrés Jónsson, Geir Guðsteinsson og Sigurjón Hjartarson.

4. október 2023 - 14:03

Alfreð Örn Finnsson