Samfélagið hittist að venju í Digraneskirkju þriðjudag og fimmtudag í vikunni.

Dagskráin er eftirfarandi:

Þriðjudagur 10. október

Leikfimi í kapellunni kl. 11

Hádegisverður kl. 12 – Linda og Stefán reiða fram sviðaveislu með rófustöppu.

Helgistund kl. 12.30 – Alfreð og Hildur leiða stundina, Sísa sér um tónlistina.

Fræðsla og spjall kl. 13 – sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fyrrvarandi vígslubiskup á Hólum kemur í heimsókn. Hún ætlar að ræða við okkur um heimsókn sína á slóðir Íslendinga í Norður-Ameríku. 

Kaffisopi og samvera í lok dags.

Fimmtudagur 5. október

Leikfimi í kapellunni kl. 11

Bænastund kl. 11.45

Hressing kl. 12

Prjónahópur, samvera og spjall kl. 12.15

9. október 2023 - 09:22

Alfreð Örn Finnsson