Sunnudagurinn 15. október í Digranes- og Hjallakirkju

Digraneskirkja 

Boðið verður upp á fjölskylduguðsþjónusta kl. 11
Barnakór og skólakór Smáraskóla syngja sálma og Eurovision lög undir stjórn
Ástu Magnúsdóttur.
Sr. Alfreð Örn Finnsson leiðir stundina.

Á sama tíma verður íþrótta- og sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11. Ásdís og Sara hafa umsjón. 

Súpa og samvera í safnaðarsal eftir stundirnar.

Hjallakirkja

Í Hjallakirkju verður messa með altarisgöngu kl. 13.

Sr. Alfreð Örn Finnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Félagar úr Drengjakór íslenska lýðveldisins leiða safnaðarsönginn. Sungnir verða sálmar
og lög.

Kaffisopi og samfélag eftir messu.

Verið velkomin!

12. október 2023 - 15:43

Alfreð Örn Finnsson