Jól í skókassa í Digranes- og Hjallakirkju fimmtudaginn 2 nóvember frá 16:30-19:00
„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja börn og unglinga í Úkraínu sem lifa við erfiðar aðstæður og gefa þeim jólagjafir, sem þau myndu annars ekki fá.
Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki.
Sjálfboðaliðar fylgja gjöfunum alla leið til Úkraínu og sjá til þess að þær fari í réttar hendur
Kirkjan getur útvegað skókassa, en ekki gjafirnar í þá.

Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂

23. október 2023 - 14:37

Sara Lind Arnfinnsdóttir