Samfélagið er starf fyrir fullorðna í Digranes- og Hjallakirkju.
Dagskrá vikunnar er sem hér segir:

Þriðjudagur 24. október – Digraneskirkja
Við erum meðvituð um kvennafrídaginn og öllum starfsmönnum hefur verið boðið frí. Við getum
hins vegar haldið plani og tökum á móti vinum okkar frá Hafnarfjarðarkirkju.

Kl. 11 leikfimi í kapellunni.
Kl. 12 hádegisverður, Linda og Stefán bjóða upp á lasagne, brauð og salat.
Kl. 12.30 helgistund. Alfreð og Sólveig Sigríður leiða stundina.
Kl. 13 í safnaðarsal.

Brynja Baldursdóttir segir frá rithöfundinum Auði Haralds.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju kemur í heimsókn.
Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti Digranes- og Hjallakirkju stýrir söngstund.
Kaffi og góðir molar ásamt spjalli.

Miðvikudagur 25. október – Hjallakirkja

Kl. 12 bænastund.
Kl. 12.15 hádegisverður.
Kaffi og spjall.

Fimmutdagur 26. október – Digraneskirkja

Kl. 11 leikfimi í kapellunni.
Kl. 11.45 bænastund.
Kl. 12 hressing, kaffi, spjalla og prjónahópur.

 

23. október 2023 - 10:54

Alfreð Örn Finnsson