Fimmtudaginn 9. nóvember munu fermingarbön Digranes- og Hjallakirkju ganga í hús í prestakallinu og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Þetta er liður í fermingarfræðslunni þar sem börnin láta gott af sér leiða í anda boðskapar Jesú Krists.

Hjálparstarf kirkjunnar starfar víða en vatnssöfnunin er fyrir Eþíópíu og Úganda. Þegar settir eru upp brunnar í hrjóstrugum héruðum sleppa börn við að ganga langa vegalengd eftir vatni. Það bætir lífsgæði og gefur börnunum tækifæri til að stunda skóla í staðinn fyrir að ganga eftir vatni.

 

7. nóvember 2023 - 22:09

Alfreð Örn Finnsson