Digraneskirkja 

Messa kl. 11. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Sólveig Sigríður Einarsdóttir er organisti, Söngsveitin 12 í takt leiðir sönginn.

Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11.

Ásdís og Sara hafa umsjón, hreyfing, söngur og bæn.

Súpa og samfélag að loknum stundunum í safnaðarsal.

Hjallakirkja

Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir leiðir stundina. 

Hvetjum fólk til að taka með prjónana sína, Gróa Hreinsdóttir er organisti og Söngsystur leiða sönginn. Sungnir verða notalegir sálmar svokallaðir Taize sálmar.

Kaffi og spjall eftir stundina.

15. nóvember 2023 - 11:04

Alfreð Örn Finnsson