Það verður eitthvað fyrir alla sunnudaginn 26. nóvember í kirkjunum okkar.

Digraneskirkja kl. 11

Íþrótta- og sunnudagaskóli. Ásdís, Sara og sr. Hildur hafa umsjón. Hreyfing, biblíusaga, brúður og söngur.

Súpa og samfélag að lokinni stundinni.

Hjallakirkja kl. 11

Messa. Sr. Alfreð Örn þjónar, organisti er Gróa Hreinsdóttir. Félagar úr Samkór Reykjavíkur leiða sönginn. Lög og sálmar eftir Bubba og KK m.a. á dagskránni.

Súpa og samfélag eftir messu.

Digraneskirkja kl. 20

Æðruleysismessa. Prestar kirkjunnar leiða stundina. Tónlistarmaðurinn KK sér um tónlistina ásamt Gróu organista. Við heyrum reynslusögur og eigum góða stund saman í kirkjunni. Efnt verður til samskota til styrktar SÁÁ.

Kaffi, molar og spjall eftir messu.

23. nóvember 2023 - 12:44

Alfreð Örn Finnsson