Samfélagið er starf fyrir fullorðna í Digranes- og Hjallakirkju.

Verið velkomin, góður matur og nærandi samfélag.

Dagskrá vikunnar:

Þriðjudagur 28. nóvember í Digraneskirkju

Leikfimi í kapellunni kl. 11.
Hádegismatur kl. 12. Linda og Stefán verða með pylsupartý, brauðtertu o.fl.
Helgistund kl. 12.30.
Við fáum góða gesti í heimsókn. Margrét Júlía Rafnsdóttir ræðir um bók sína Hjartarætur – sagan hans pabba. ,,Þetta er yndisleg bók sem gott er að lesa. Hún er skrifuð af kærleika um kærleika, um gott fólk,
um hús og staðhætti, um bernskuár og uppeldi á sjötta áratugnum, um merka ættfræði og skyldleika,” segir Unnur Sólrún Bragadóttir skáldkona um bókina. Hægt verður að kaupa bókina á 3500 kr. hjá höfundi.
Einnig mun Sigurbjörn Þorkelsson koma í heimsókn og spjalla við okkur.
Kaffi og spjall.

Miðvikudagur 29. nóvember í Hjallakirkju

Bænastund kl. 12.
Hádegisverður kl. 12.15.
Spjall og kaffi.

Fimmtudagur 30. nóvember í Digraneskirkju

Leikfimi í kapellunni kl. 11.
Bænastund kl. 11.45.
Hressing og spjall.

 

 

27. nóvember 2023 - 12:34

Alfreð Örn Finnsson