Digranes-og Hjallakirkja taka þátt í vitunarvakningu undir slagorðinu:  „Þekktu rauðu ljósin“   í samstarfi við Soroptimistahreyfinguna á Íslandi og önnur félög og stofnanir, hérlendis og erlendis,   en átakinu er ætlað að stuðla að útrýmingu ofbeldis gegn konum og rjúfa þögnina varðandi ofbeldi.Áherslan í ár felst í fræðslu um hvernig koma megi auga á og stöðva ofbeldi í nánum samböndum.Af þessu tilefni munu Digranes-og Hjallakirkja verða upplýstar með appelsínugulum lit á meðan á átakinu stendur,  en því lýkur 10. desember á Mannréttindadegi sameinuðu þjóðanna.  

28. nóvember 2023 - 15:44

Alfreð Örn Finnsson