Sunnudagur 3. desember í Digranes- og Hjallakirkju
Fjölskyldudagur í Digranes- og Hjallakirkju fyrsta sunnudag í aðventu.
Digraneskirkja kl. 11
Fjölskyldguðsþjónusta þar sem Skólakór Smáraskóla syngur undir stjórn Ástu Magnúsdóttur.
Íþrótta- og sunnudagaskóli. Eftir hressandi stund í kapellunni koma krakkarnir upp í kirkju
og kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum o.fl.
Súpa, piparkökur og spjall í safnaðarheimilinu að loknum stundunum.
Hjallakirkja kl. 13
Aðventustund þar sem Barnakór Hjallakirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur.
Sérstakir gestir júróvisjón-stjarnan Diljá Pétursdóttir, Ástríður Ösp, Eva og Kaja.
Marel Magnússon fermingardrengur leikur á saxófón.
Jólalög, kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum og stuttur söngleikur.
Kakó og piparkökur í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Verið velkomin!
29. nóvember 2023 - 22:15
Alfreð Örn Finnsson