Helgihald í Digranes- og Hjallakirkju um jól og áramót
Aðfangadagur – 24. desember
Jólastund barnanna kl. 15 í Digraneskirkju
Saga jólanna og jólalögin sungin. Gróa Hreinsdóttir leikur á flygilinn, Gunnfríður Katrín Tómasdóttir á gítar, sr. Alfreð Örn leiðir stundina.
Aftansöngur kl. 18 í Digraneskirkju
Kammerkór Digraneskirkju syngur undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista.
Sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar.
Aftansöngur kl. 18 í Hjallakirkju
Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur organista.
Sr. Jóhanna Magnúsdóttir þjónar.
Jóladagur – 25. desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 í Digraneskirkju
Kvennakór Kópavogs, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir, sr. Jóhanna Magnúsdóttir þjónar.
Annar í jólum – 26. desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 í Hjallakirkju
Kór Hjallakirkju og Skólakór Smáraskóla, organisti Gróa Hreinsdóttir, Ásta Magnúsdóttir stjórnar Skólakór Smáraskóla, sr. Alfreð Örn þjónar.
27. desember
Helgistund og söngstund kl. 14 í Digraneskirkju
Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi leiðir sönginn og flytur nokkur vel valin jólalög.
Organisti Hrafnkell Karlsson, sr. Jóhanna Magnúsdóttir leiðir stundina.
Gamlársdagur – 31. desember
Aftansöngur kl. 17 í Hjallakirkju
Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur organista. Sr. Hildur Sigurðardóttir þjónar.
Nýársdagur – 1. janúar
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Digraneskirkju
Kammerkór Reykjavíkur, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir, sr. Hildur Sigurðardóttir þjónar.
Blessunaróskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár!
Með þakklæti fyrir góðar samverustundir, starfsfólk og sóknarnefndir Digranes- og Hjallakirkju.
19. desember 2023 - 10:39
Alfreð Örn Finnsson