Digranes- og Hjallakirkja í samstarfi við Vini í bata viniribata.is bjóða upp á 12 spora starf. 

Það verður ný sporabyrjun í Hjallakirkju í Kópavogi eftir áramótin. Farin verður 16 vikna ferð (hraðferð) í 12 sporunum og verður fyrsti opni fundurinn miðvikudaginn 10. janúar kl. 19.00. Það eru aðeins tveir opnir fundir í hraðferð og það verður líka opið 17. janúar. Það þarf að mæta á opnu fundina til að vera með, ekki þarf að skrá sig, bara mæta.
Verið velkomin á sporafund.

Fundartími: Miðvikudagar kl. 19.00-21.00 í Hjallakirkju

Hér gefst tækifæri til sjálfsskoðunar þar sem trúin á Jesú Krist veitir styrk. Það er ekki gengið út frá því að fólk glími við fíkn af einhverju tagi heldur gefst þátttakendum tækifæri til að vinna með tilfinningar sínar. Markmiðið er m.a. að byggja sig upp og geta þannig tekist betur á við ýmsar áskoranir lífsins. 

Nánari upplýsingar veitir sr. Alfreð Örn Finnsson alfred.orn.finnsson@kirkjan.is

4. janúar 2024 - 09:33

Alfreð Örn Finnsson