Þriðjudaginn 30. janúar fer Samfélagið í heimsókn í Seltjarnarneskirkju.

Dagskráin er eftirfarandi:

Leikfimi í kapellunni kl. 11.

Vatn og kaffi eftir leikfimi.

Förum með rútu út á Seltjarnarnes, lagt af stað frá Digraneskirkju kl. 12.05. Þar verður fín dagskrá m.a. verður boðið upp á þorrahlaðborð.

Rúta, dagskrá og hádegisverður kostar 3000 kr. Posi á staðnum!

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á digraneskirkja@digraneskirkja.is

25. janúar 2024 - 08:52

Alfreð Örn Finnsson