Á miðvikudögum á föstunni verður boðið upp á bæn, fiskmáltíð og erindi í Hjallakirkju milli kl. 12 og 13.
Dagskráin hefst með bænastund kl. 12. Því næst verður fiskmáltíð að hætti Stefáns í safnaðarheimili og við fáum góða gesti í heimsókn.
Miðvikudaginn 21. febrúar kemur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir í heimsókn og flytur stutt erindi. Sr. Anna Sigríður var m.a. prestur í Grafarvogskirkju og Dómkirkjunni í Reykjavík en hefur auk þess starfað sem ráðgjafi fjölskyldna, stýrt kyrrðardögum o.fl.
Fylgist með á Facebook og heimaíðum kirknanna.
Það er vel þegið ef þið skráið ykkur í matinn á hjallakirkja@hjallakirkja.is en máltíðin kostar 1500 kr. með kaffi, kexi og góðum félagsskap.
Verið velkomin!
19. febrúar 2024 - 09:24
Alfreð Örn Finnsson