Helgihald í Digranes- og Hjallakirkju um bænadaga og páska:

Skírdagur 28. mars

Digraneskirkja kl. 10.30 og 13.30 fermingarmessur.

Hjallakirkja kl. 20

Kvöldmessa, sönghópurinn Yrja leiðir sönginn. Gengið að borði Drottins, afskrýðing altaris. Göngum út í íhugun og ró.

Föstudagurinn langi 29. mars

Digraneskirkja kl. 11

Lesið úr píslarsögunni og Passíusálmunum. Áhrifarík athöfn með fallegri tónlist.

Fiskmáltíð í safnaðarheimili eftir stundina.

Hjallakirkja kl. 20

Lesið úr píslarsögunni og Passíusálmunum. Áhrifarík athöfn með fallegri tónlist.

Páskadagur 31. mars

Hjallakirkja kl. 9

Félagar úr kór Hjallakirkju leiða sönginn, hátíðartónið sungið, morgunverður að lokinni messu.

Digraneskirkja kl. 11

Vinir Digraneskirkju leiða sönginn. Íþrótta- og sunnudagaskóli ásamt páskaeggjaleit í kapellunni. Hádegisverður, kaffi og kaka eftir stundirnar.

26. mars 2024 - 11:46

Alfreð Örn Finnsson