Emotions Anonymous (EA) á Íslandi eru að opna nýja deild í Digraneskirkju á þriðjudögum kl. 17-18 á jarðhæð, gengið niður með kirkjunni frá bílastæði.
Fyrsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 7. maí 2024.

Allir eru velkomnir í EA.  Allt sem til þarf er löngun til að byggja upp tilfinningalegt heilbrigði.
Ástæðurnar fyrir því að fólk leitar sér hjálpar eru margvíslegar, s.s. þunglyndi, kvíði, vinnutengdir erfiðleikar, erfiðleikar við að takast á við raunveruleikann eða sálrænir sjúkdómar.
EA samtökin á Íslandi voru stofnuð árið 1996 og hafa starfað óslitið síðan.

Markmið EA fundanna:
Emotions Anonymous (EA) er félagsskapur fólks sem deilir reynslu sinni, styrk og vonum með það fyrir augum að leysa tilfinningalega erfiðleika.
Í EA eignast viðkomandi nýjan lífstíl, með hjálp tólf spora kerfisins.  Hann finnur æðruleysi og öðlast sálarfrið.

 

30. apríl 2024 - 17:08

Alfreð Örn Finnsson