Dagskrá vikunnar í Samfélaginu:
Digraneskirkja þriðjudagur 10. september
Leikfimi í kapellunni kl.11. Hádegisverður kl.12 lambafille að hætti Stefáns og Lindu. Helgistund kl.12.30. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og kirkjuþingsfulltrúi er gestur dagsins. Kaffi, molar og spjall.
Hjallakirkja miðvikudagur 11. september
Helgistund kl. 12, hádegisverður og spjall. Prjónasamvera kl. 13.
Digraneskirkja fimmtudagur 12. september
Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.
Minnum á haustferðina
Haustferðin verður farin þann 17. september. Við snæðum í Hveragerðiskirkju, skoðum Tré og list og Hespuhúsið og eigum góðan dag saman. Verð fyrir rútu, safn og mat er kr. 6000. Skráning í Samfélaginu eða með því að senda póst á digraneskirkja@digraneskirkja.is
9. september 2024 - 13:12
Hildur Sigurðardóttir