Dagskrá vikunnar í Samfélaginu:

Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!

Digraneskirkja þriðjudagur 26. nóvember

Leikfimi í kapellunni kl.11. Hádegisverður kl. 12, Stefán og Linda reiða fram fiskibollur, hrísgrjón, sósu og salat.

Helgistund kl. 12.30.

Kristján Hrannar Pálsson organisti og sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson leika fyrir okkur fallega tónlist.

Eftir helgistundina kemur Gerður Kristný rithöfundur í heimsókn og les fyrir okkur úr nýrri bók sinni.

Kaffi, molar og spjall.

Hjallakirkja miðvikudagur 27. nóvember

Helgistund kl. 12, hádegisverður og spjall. Prjónasamvera kl. 13.

Digraneskirkja fimmtudagur 28. nóvember

Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.

25. nóvember 2024 - 11:15

Alfreð Örn Finnsson