Átakið ÞEKKTU RAUÐU LJÓSIN, Soroptimistar hafna ofbeldi.

Soroptimistaklúbbar um allan heim taka þátt í „Ákalli framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna um roðagylltan alheim“. Átakið hefst 25. nóvember á degi Sameinuðu þjóðanna og lýkur 10. desember á Mannréttindadegi SÞ og varir í 16 daga. Átakinu er ætlað að stuðla að útrýmingu á ofbeldi gegn konum með því að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi og rjúfa þögnina varðandi ofbeldi. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópska jafnréttisstofnunin (EIGE), Soroptimist International og konur um víða veröld taka þátt í verkefninu til að draga athygli að þessum mannréttinda brotum.

Við fylgjum eftir átakinu frá síðustu árum „Þekktu rauðu ljósin“ Soroptimistar hafna ofbeldi. Slagorðið er í tengslum við alþjóðalega slagorðið SIE (Soroptimist International Europe) „Read the Signs“. Eins og hefur verið í gegnum árum er appelsínugulur litur tákn átaksins. Áherslan í ár felst í fræðslu um hvernig koma megi auga á og stöðva stafrænt ofbeldi. Þessi fræðsla þarf að koma fyrir sjónir almennings m.a. með milligöngu Soroptimista með því að deila þeim fróðleik sem þegar er til hér á landi um þetta mikilvæga málefni. Mikilvægt er að konur kynni sér öll úrræðin sem eru á upplýsingasíðu 112.is.

Þekktu rauðu ljósin er flokkuð í 6 rauð ljós. Andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, fjárhagslegt ofbeldi, stafrænt ofbeldi og að lokum eltihrellir.

Digranes- og Hjallakirkja vekja athygli á átakinu með Soroptimistum með því að lýsa upp kirkjurnar í appeslsínugulum lit.

 

27. nóvember 2024 - 10:05

Alfreð Örn Finnsson