![8](https://www.digraneskirkja.is/wp-content/uploads/2024/12/8.png)
Dagskrá vikunnar í Samfélaginu:
Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!
Síðustu stundirnar fyrir jólafrí en þó verður leikfimi í næstu viku.
Digraneskirkja þriðjudagur 10. desember
Leikfimi í kapellunni kl.11. Jólamatur kl. 12 síld o.fl. í forrétt, hamborgarahryggur og kalkúnn í aðalrétt, verð kr. 2500.
Helgistund kl. 12.30. Eftir helgistund fáum við bókakynningu, tónlistaratriði og förum í pakkaleik.
Kaffi, molar og spjall.
Hjallakirkja miðvikudagur 11. desember
Helgistund kl. 12, hádegisverður og spjall. Prjónasamvera kl. 13.
Digraneskirkja fimmtudagur 12. desember
Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.
9. desember 2024 - 10:34
Alfreð Örn Finnsson