Dagskrá vikunnar í Samfélaginu – þorramatur og glatt á hjalla.

Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!

Digraneskirkja þriðjudagur 28. janúar

Leikfimi í kapellunni kl.11.

Hádegisverður og samsöngur kl. 12. Erlingur stýrir samsöng og Linda og Stefán bjóða upp á þorramat.

Vinsamlega athugið að þorramaturinn er dýr og við þurfum að rukka krónur 3000 fyrir veisluna.

Helgistund kl. 12.30. Eftir helgistund segir Anna-María Lind Geirsdóttir frá fuglum í Kópavogi.

Kaffi, molar og spjall.

Hjallakirkja miðvikudagur 29. janúar

Bænastund kl. 12, hádegisverður og spjall. Prjónasamvera kl. 13.

Digraneskirkja fimmtudagur 30. janúar

Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.

26. janúar 2025 - 22:19

Alfreð Örn Finnsson