
Dagskrá vikunnar í Samfélaginu
Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!
Digraneskirkja þriðjudagur 4. mars
Leikfimi í kapellunni kl.11.
Hádegisverður kl. 12, Linda og Stefán reiða fram saltkjöt og baunir.
Helgistund kl. 12.30. Gestur okkar að þessu sinni er Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöngkona.
Eftir helgistund verður boðið upp á rjómabollur og kaffi.
Hjallakirkja miðvikudagur 5. mars
Bænastund kl. 12. Viðburðurinn Fiskur á föstu hefst með öskudagsmessu.
Fiskmáltíð, rjómabollur og spjall. Prjónasamvera kl. 13.
Digraneskirkja fimmtudagur 6. mars
Leikfimi í kapellunni kl. 11, helgistund kl. 11.45, léttur hádegisverður og kaffi.
3. mars 2025 - 09:31
Alfreð Örn Finnsson