
Helgihald um jól og áramót í Digranes- og Hjallakirkju
24.desember – Digraneskirkja
Fjölskyldustund kl. 15
Brúðuleikrit, jólasöngur og saga jólanna. Tinna Rós, Alfreð og Hildur hafa umsjón. Ásta Magnúsdóttir leikur á píanó, Ásdís María og Thelma Björt syngja.
Aftansöngur kl. 18
Hátíðarkór Hljóðfalls kórs Digraness- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Helgu Margrétar Marzellísardóttur, Kristján Hrannar Pálsson annast meðleik.
Sr. Alfreð Örn Finnsson og sr. Hildur Sigurðardóttir þjóna.
24.desember – Hjallakirkja
Miðnæturmessa kl. 23.30
Hátíðarkór Hljóðfalls kórs Digraness- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Helgu Margrétar Marzellísardóttur, Kristján Hrannar Pálsson annast meðleik.
Sr. Helga Bragadóttir þjónar.
25.desember – Digraneskirkja
Hátíðarmessa kl. 11
Kristján Hrannar Pálsson er organisti.
Feðginin, Ólafur Magnússon, Ásdís Ólafsdóttir og Jórunn Ólafsdóttir leiða sönginn og syngja einsöng.
Sr. Hildur Sigurðardóttir þjónar.
26.desember – Hjallakirkja
Hátíðarmessa kl. 11
Hljóðfall kór Digranes- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Helgu Margrétar Marzellísardóttur.
Herdís Anna Jónasdóttir syngur einsöng. Kristján Hrannar Pálsson annast meðleik.
Sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar.
28.desember – Digraneskirkja
Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11
Messa kl. 11
Vinir Digraneskirkju syngja undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar, organista.
Sr. Helga Bragadóttir þjónar.
31.desember – Hjallakirkja
Aftansöngur kl. 17
Hátíðarkór Hljóðfalls kórs Digraness- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Helgu Margrétar Marzellísardóttur, Kristján Hrannar Pálsson annast meðleik.
Sr. Alfreð Örn Finnsson og sr. Hildur Sigurðardóttir þjóna.
1.janúar – Digraneskirkja
Hátíðarmessa kl. 14
Forsöngur Helga Margrét Marsellísardóttir, organisti Kristján Hrannar Pálsson, sr. Helga Bragadóttir, þjónar.

17. desember 2025 - 11:29
Helga Bragadóttir

