Digraneskirkja verður með spennandi og skemmtilegt starf fyrir börn í 1.-4.bekk. Starfið í vetur verður á miðvikudögum kl.15.30-17.00.  Börnin eru sótt í dægradvöl Kópavogsskóla og Smáraskóla og fylgt í Digraneskirkju. Starfið byrjar því korter í fjögur.

Skrá barn

Skráning í 6 - 9 ára starf

Í vetur biðjum við foreldra að skrá börnin sín í 6-9 ára starf Digraneskirkju hér á vefnum. Það auðveldar starfsfólki kirkjunnar að hafa yfirsýn yfir börnin og foreldra þeirra.
Skrá barn

Hver fundur hefst á helgistund þar sem við syngjum saman og börnin hlusta á Biblíusögu. Eftir helgistund er boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá, þar má meðal annars nefna; föndur, spil, leiki og diskótek svo fátt eitt sé nefnt. Starfinu lýkur kl.17.00 og eru börnin þá ýmist sótt af í kirkjuna eða ganga sjálf heim.

Starfsfólk okkar býður upp á fylgd frá dægradvölum Kópavogsskóla og Smáraskóla til kirkjunnar. Farið er frá skólunum um kl.15.30. Þau börn sem ekki eru í dægradvöl mæta beint í kirkjuna kl.15:45.

Það kostar ekkert að taka þátt í barnastarfi kirkjunnar en við biðjum um að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín formlega í starfið. Þetta er gert til þess að gæta öryggis ef e-ð kemur upp á og einnig svo við getum leyft foreldrum að fylgjast með starfinu í gegnum reglulegan tölvupóst.

Í 6-9 ára starfinu eiga börnin góða stund saman.

STARFSFÓLK 6-9 ÁRA STARFSINS:

Helga Kolbeinsdóttir, æskulýðsfulltrúi Digraneskirkju
(helga@digraneskirkja.is, 

Fanney Rún Ágústsdóttir, leiðtogi

Leiðtogar í starfinu eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu í barna og unglingastarfi innan kirkjunnar. Starfsmenn Digraneskirkju hafa sótt námskeiðið „Verndum þau“, en það snýr að því hvernig bregðast megi við ofbeldi gegn börnum/unglingum. Allt starfsfólk fer einnig í gegnum skimun þar sem krafist er upplýsinga úr sakaskrá.

  • #l #j. #F kl. #_24HSTARTTIME | #_CATEGORYNAME
    #_EVENTLINK