6-9 ára starf

Digraneskirkja og Hjallakirkja eru með spennandi og skemmtilegt starf fyrir börn í 1.-3. bekk og fer starfið fram í Hjallakirkju.

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn. Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt.

Kirkjubíllinn sækir svo börn í frístundir Smáraskóla, Snælandsskóla og  Kópavogsskóla skilar að starfi loknu, ef óskað er eftir því.

Ókeypis en það þarf að skrá börnin heimasíðu www.digraneskirkja.is

Dagskrá kirkjuprakkara hust 2020

24.september – Listasmiðja

1.október –  Bíó

8.október – Dagblaðaleikar

15.október – Afmælisveisla

22.október –  Snákaspil / leynigestir?

29. október – Sólskinsdagur

5. nóvember – Jól í skókassa

12. nóvember – Jól í skókassa (www.kfum.is/skokassar/)

19. nóvember – Frí hjá kirkjuprökkurum (Sarfsdagur í frístund Álfhólfskóla og skipulagsdagur í Kópavogsskóla)

26.nóvember – íþróttaleikar

3. desember – Jólaföndur 

10.desember – Skreytum piparkökur

17. desember – Litlu jól

Það kostar ekkert að taka þátt í barnastarfi kirkjunnar en við biðjum um að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín formlega í starfið. Þetta er gert til þess að gæta öryggis ef eitthvað kemur upp á og einnig svo við getum leyft foreldrum að fylgjast með starfinu í gegnum reglulegan tölvupóst.

Í 6-9 ára starfinu eiga börnin góða stund saman.

Leiðtogar í starfinu eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu í barna og unglingastarfi innan kirkjunnar. Starfsmenn Digraneskirkju hafa sótt námskeiðið “Verndum þau”, en það snýr að því hvernig bregðast megi við ofbeldi gegn börnum/unglingum. Allt starfsfólk fer einnig í gegnum skimun þar sem krafist er upplýsinga úr sakaskrá.

Aldur:
1. – 3. bekkur

Staðsetning:
Hjallakirkja (neðri hæð)

Tímasetning:
Fimmtudagar kl. 15-16

Skrá í 6-9 ára starf

Starfsfólk:

Sr. Bolli Pétur Bollason
Sr. Helga Kolbeinsdóttir
Halla Marie Smith GSM: 8225614