6-9 ára starf

Digraneskirkja og Hjallakirkja eru með spennandi og skemmtilegt starf fyrir börn í 1.-3. bekk og fer starfið fram í Hjallakirkju.

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn. Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt.

Kirkjubíllinn sækir svo börn í frístundir Álfhólsskóla, Smáraskóla, Snælandsskóla og  Kópavogsskóla og skilar að starfi loknu, ef óskað er eftir því.

Ókeypis en nauðsynlegt er að skrá börnin (sjá hlekk hér til hliðar)

Kirkjuprakkarar hefjast að nýju þann 14. janúar næstkomandi. 

Dagskrá kirkjuprakkara vor 2021 (ATH birt með fyrirvara um breytingar)

14. janúar – Listasmiðja

21. janúar –  Bíó

28. janúar  – Dagblaðaleikar

4. febrúar – Afmælisveisla

11. febrúar –  Snákaspil

18. febrúar – Sólskinsdagur

25. febrúar – Búningadagur/páskaföndur

4. mars – Leikir

11. mars – Perlað

18. mars – íþróttaleikar

25. mars  – Sardínur í dós

  

1 apríl – Páskafrí

8. apríl – Aflýst vegna sótrvarnar reglna

15. apríl – Aflýst vegna sótrvarnar reglna

22. apríl – Sumardagurinn fyrsti (Kirkjuprakkarar í fríi)

29. apríl – Lokahátíð

Það kostar ekkert að taka þátt í barnastarfi kirkjunnar en við biðjum um að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín formlega í starfið. Þetta er gert til þess að gæta öryggis ef eitthvað kemur upp á og einnig svo við getum leyft foreldrum að fylgjast með starfinu í gegnum reglulegan tölvupóst.

Í 6-9 ára starfinu eiga börnin góða stund saman.

Leiðtogar í starfinu eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu í barna og unglingastarfi innan kirkjunnar. Starfsmenn Digraneskirkju hafa sótt námskeiðið “Verndum þau”, en það snýr að því hvernig bregðast megi við ofbeldi gegn börnum/unglingum. Allt starfsfólk fer einnig í gegnum skimun þar sem krafist er upplýsinga úr sakaskrá.

Aldur:
1. – 3. bekkur

Staðsetning:
Hjallakirkja (neðri hæð)

Tímasetning:
Fimmtudagar kl. 15-16

Skrá í 6-9 ára starf

Starfsfólk:

Sr. Helga Kolbeinsdóttir
Halla Marie Smith GSM: 8225614

Ásdís Magdalena Þorvaldsdóttir