6-9 ára starf

Digraneskirkja og Hjallakirkja eru með spennandi og skemmtilegt starf fyrir börn í 1.-3. bekk og fer starfið fram í Hjallakirkju.

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn. Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt.

Við sækjum börn í 1. og 2. bekk Álfhólsskóla í frístundina í Skessuhorni og fylgjum þeim þangað aftur ef óskað er, kirkjubíllinn sækir svo börn í frístundir Smára- og Kópavogsskóla og skilar að starfi loknu.

Það kostar ekkert að taka þátt í barnastarfi kirkjunnar en við biðjum um að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín formlega í starfið. Þetta er gert til þess að gæta öryggis ef eitthvað kemur upp á og einnig svo við getum leyft foreldrum að fylgjast með starfinu í gegnum reglulegan tölvupóst.

Í 6-9 ára starfinu eiga börnin góða stund saman.

Leiðtogar í starfinu eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu í barna og unglingastarfi innan kirkjunnar. Starfsmenn Digraneskirkju hafa sótt námskeiðið “Verndum þau”, en það snýr að því hvernig bregðast megi við ofbeldi gegn börnum/unglingum. Allt starfsfólk fer einnig í gegnum skimun þar sem krafist er upplýsinga úr sakaskrá.

Aldur:
1. – 3. bekkur

Staðsetning:
Hjallakirkja

Tímasetning:
Fimmtudagar kl. 15-16

Skrá í 6-9 ára starf

Starfsfólk:
Sr. Helga Kolbeinsdóttir
Halla Marie Smith