6-9 ára starf

Hefst fimmtudaginn 26. ágúst!

Digraneskirkja og Hjallakirkja eru með spennandi og skemmtilegt starf fyrir börn í 1.-3. bekk og fer starfið fram í Hjallakirkju.

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn. Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt.

Kirkjubíllinn sækir svo börn í frístundir Álfhólsskóla, Smáraskóla, Snælandsskóla og  Kópavogsskóla og skilar að starfi loknu, ef óskað er eftir því.

Ókeypis en nauðsynlegt er að skrá börnin (sjá hlekk hér til hliðar)

Það kostar ekkert að taka þátt í barnastarfi kirkjunnar en við biðjum um að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín formlega í starfið. Þetta er gert til þess að gæta öryggis ef eitthvað kemur upp á og einnig svo við getum leyft foreldrum að fylgjast með starfinu í gegnum reglulegan tölvupóst.

Í 6-9 ára starfinu eiga börnin góða stund saman.

Dagskrá kirkjuprakkara haust 2021

Dagskrá getur breyst

2. sept – Karamelluspuringakeppni

9. sept – Frí (vegna fermingarferðar)

16. sept – Leikir (vonandi úti)

23. sept – Föndur

30. sept – Kósý partý

7. okt – Vissir þú?

14. okt – Pappís leikar

21. okt – Gerum stillmyndir

28. okt – Hrekkjavöku þema

4. nóv – Blöðruleikar 

11 .nóv -Sardínur í dós

18. nóv – Frí (vegna skipulagsdags í Frístund í Álfhólsskóla) 

25. nóv – Vöfflur og perll

2. des – Skreita piparkökur 

9. des – Jólaföndur

16. des – Litlu jól

23. des – Jólafrí

Leiðtogar í starfinu eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu í barna og unglingastarfi innan kirkjunnar. Starfsmenn Digraneskirkju hafa sótt námskeiðið „Verndum þau“, en það snýr að því hvernig bregðast megi við ofbeldi gegn börnum/unglingum. Allt starfsfólk fer einnig í gegnum skimun þar sem krafist er upplýsinga úr sakaskrá.

Aldur:
1. – 3. bekkur

Staðsetning:
Hjallakirkja (neðri hæð)

Tímasetning:
Fimmtudagar kl. 15-16

Skrá í 6-9 ára starf

Starfsfólk:

Halla Marie Smith, æskulýðsfulltrúi GSM: 8225614
Sr. Helga Kolbeinsdóttir

Sr. Bolli Pétur Bollason

Hálfdán Helgi