Spilafundur

Dagskráin í starfinu okkar er fjölbreytt og skemmtileg. Einn eftirmiðdag í nóvember skelltum við okkur í spil og leiki.

Jólastemmning í 6-9 ára starfinu

Rúmlega 50 börn taka reglulega þátt í 6-9 ára starfinu í kirkjunni í hverri viku. Nú er aðventan gengin í garð og í síðustu viku skreyttu börnin piparkökur, hlustuðu á jólatónlist og fengu heitt kakó. Sannkölluð jólastemmning. Þann 15.desember er síðasta skiptið okkar fyrir jól, þetta hefur svo sannarlega verið frábær vetur og krakkarnir hafa kennt okkur margt. Hlökkum til að halda áfram starfinu á vorönninni.

Litríkt föndur

Miðvikudaginn 20.nóvember var Origami föndur í 6-9 ára starfinu í kirkjunni. Origami er japanskt pappírsbrot og flestir þekkja t.d.hina vinsælu gogga sem krakkar búa til úr pappír og falla undir Origami. Börnin bjuggu til gogga, skutlur, jólapóstkassa og margt fleira og áttum við saman góða stund. Um 50 börn voru mætt að þessu sinni og eins og alltaf var líf og fjör í kringum þau. Myndirnar tala sínu máli.