Aðventan

Þú ert hér: ://Aðventan
Aðventan 2018-02-27T16:56:57+00:00

Dagskrá aðventunnar

Fyrsti í aðventu

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Börnin taka þátt í helgileik og flytja bænir.
Friðarlogi Skáta borinn inn í upphafi messunnar af skátum í st. Georgsgildi.

Aðventustund kórs og Kammerkórs Digraneskirkju klukkan 20 til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Vönduð dagskrá og í lok hennar gefst viðstöddum tækifæri til þess að leggja að mörkum til Hjálparstarfs kirkjunnar og njóta veglegra veitinga í safnaðarsalnum.
Prestur sr. Magnús Björn Björnsson.  Organisti: Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Hugleiðingu flytur Kristján H. Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri.

 

Annar í aðventu

Aðventuguðsþjónusta kl. 11 með Drengjakór íslenska lýðveldisins. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson
Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð kl. 11.  Léttur málsverður í hádeginu í safnaðarsal.

Fermingarfræðsla kl. 12:30

 

Þriðji sunnudagur í aðventu

Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Hljómsveitin Ávextir andans sér um tónlistarflutning.
Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð kl. 11.  Léttur málsverður í hádeginu í safnaðarsal.

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi er með tónleika í Digraneskirkju kl. 16. Kórstjóri er Bjartur Logi Guðnason.

 

Fjórði sunnudagur í aðventu

Jólaball sunnudagaskólans kl. 11.

Jólaballið hefst með helgileik og samveru í kirkjunni að því loknu förum við í kapelluna á neðri hæð þar sem jólasveinarnir koma í heimsókn með glaðning handa börnunum. Gengið er í kringum jólatré og sungin jólalög. Heitt súkkulaði er í boði eftir jólaballið.