Dagskrá aðventunnar í Digranes- og Hjallakirkju

Fyrsti sunnudagur í aðventu, 1. desember 2019

Digraneskirkja

Aðventumessa Digraneskirkju kl. 11. Kór Digraneskirkju.
Friðarlogi Skáta borinn inn í upphafi messunnar af skátum í st. Georgsgildi.

Vönduð dagskrá og í lok hennar gefst viðstöddum tækifæri til þess að leggja að mörkum til Hjálparstarfs kirkjunnar og njóta veglegra veitinga í safnaðarsalnum.
Prestur: sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Sólveig Sigríður Einarsdóttir.

Hjallakirkja

Aðventumessa kl. 11.00. Friðarlogi Skáta borinn inn í upphafi messunnar af skátum í st. Georgsgildi.
Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur sr. Sunna Dóra Möller.

Annar sunnudagur í aðventu, 8. desember 2019

Hjallakirkja

Messa Kl. 11.00. Stundina leiða sr. Karen Lind Ólafsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti.

Jólatónleikar Kórs Hjallakirkju klukkan 20. Einsöngvari er Einar Clausen. Stjórnandi er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kakó og piparkökur í safnaðarheimili að tónleikum loknum.

Þriðji sunnudagur í aðventu, 15. desember 2019

Digraneskirkja

Jólahelgistund með sr. Gunnari og Sísu klukkan 11. Almennur söngur.

Hjallakirkja

Jólaball sunnudagaskólans kl. 11 í Hjallakirkju.
Um stundina sjá sr. Sunna Dóra Möller og sr. Helga Kolbeinsdóttir.
Jólasveinarnir koma í heimsókn með glaðning handa börnunum.
Gengið er í kringum jólatré og sungin jólalög. Heitt súkkulaði er í boði eftir jólaballið.

Fjórði sunnudagur í aðventu, 22. desember 2019

Hjallakirkja

Kaffihúsamessa klukkan 11 í safnaðarheimili Hjallakirkju. Kakó, piparkökur og notaleg stemming rétt fyrir jólin.
Prestur er sr. Karen Lind Ólafsdóttir. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir.