Hjóna- og paranámskeið
Hjóna- og paranámskeiðið er sjö kvöld. Það hefst með kvöldverði kl. 18. Því lýkur stundvíslega kl. 21.
Eftir kvöldverðinn er horft á fyrirlestur. Að honum loknum vinna pörin saman. Þau þurfa ekki að deila skoðunum sínum með öðrum hjónum.
Á námskeiðinu er farið í listina að tjá sig og hvernig við leysum úr ágreiningi. Máttur fyrirgefningarinnar er skoðaður. Fjallað er um foreldra og tengdaforeldra og tengslin við þau. Mikilvægir lestrar eru um ástina í verki og gott kynlíf.
Kostnaður er aðeins 3.000 á par/hjón hvert kvöld. Innifalið: kvöldverður, vinnubók og fræðsla.
Tilgangur hjóna- og paranámskeiðsins er að hjálpa okkur að ná betur saman svo sambandið endist alla ævi.
Staðsetning:
Digraneskirkja
Tímasetning:
18-21
Verð:
3.000 kr á par/hjón hvert kvöld