Barna- og unglingastarf Hjallakirkju og Digraneskirkju
Það er gleðiefni að okkur er nú heimilt að hefja á nýjan leik barna- og unglingastarf safnaðanna. Þessi heimild nær þó því miður ekki til allra þátta starfsins. Sunnudagaskóli í Digraneskirkju má ekki fara af stað að svo stöddu, né heldur hefðbundin fermingarfræðsla.
TTT er hafið í Hjallakirkju
Nýja þátttakendur þarf að skrá, inn á heimasíðu kirkjunnar.
TTT – Digraneskirkja og Hjallakirkja
Miðvikudaga kl 16:00-17:00 / Fyrir 10-12 ára börn.
Kirkjuprakkarar í Hjallakirkju hefjast afur 27.janúar.
Nýja þátttakendur þarf að skrá inn á heimasíðu kirkjunnar.
Kirkjuprakkarar – Digraneskirkja og Hjallakirkja
Fimmtudaga kl 15:00 – 16:00 / Fyrir 6-9 ára (1-3 bekk)
Æskulýðsfélag Hjallakirkju hefst 27. janúar.
Á meðan núverandi samkomutakmarkanir eru gildandi þarf að skrá þátttakendur sérstaklega á formi sem kemur vikulega í tölvupósti og á FB síðu foreldra/forráðamanna.
Digraneskirkja og Hjallakirkja
Fimmtudagskvöld 20-21:30 / Fyrir 8-10 bekk.
21. janúar 2022 - 16:57
Halla Marie Smith