Þegar ráðgera skal kirkjulega hjónavígslu er skynsamlegast að hafa eftirfarandi í huga:

Tala við prestinn tímanlega

Mikilvægt er að hafa sem fyrst samband við prestinn svo ákveða megi bæði dag og tímasetningu hjónavígslunnar.
Presturinn gerir könnun á hjónavígsluskilyrðum sem sent er til Hagstofunnar til skráningar ef hjónaefnin hafa lögheimili á Íslandi.

Ef annað hjóna (eða bæði) hafa lögheimili erlendis þarf sýslumaður að ganga frá Könnunarvottorðinu (könnun á hjónavígsluskilyrðum).
Það þarf svo að færa fullbúið prestinum sem giftir.
Áður þurfa tilvonandi brúðhjón að verða sér úti um vottorð um hjúskaparstöðu.
Það má finna hér á vef Þjóðskrár

Undirbúa athöfnina með prestinum og organista.

Velja með þeim tónlist og flytjendur og setja umgjörð athafnarinnar sem kirkjulega athöfn.
Prestar og organistar bera ábyrgð á tónlistinni við allar kirkjuathafnir samkvæmt tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar.

Ákveða með prestinum æfingu fyrir hjónavígsluna.

Æfingin er gjarnan tveim dögum fyrir vígslu.
Á fimmtudegi ef athöfnin er á laugardegi.
Á æfinguna er komið með vottorð um hjúskaparstöðu frá Hagstofunni.
Það má ekki vera meira en 30 daga gamalt frá vígsludegi.

Prestar Digraneskirkju fara ekki í sóknarkirkjur annarra presta.
****
Hér má skrá hjónavígslu hjá sr. Gunnari (svo fremi búið sé að tala við hann fyrst)
 ****
 
Prestar þjóðkirkjunnar eru vígslumenn að lögum einungis þegar annað hjónaefna eða bæði tilheyra þjóðkirkjunni (sbr. innri reglur þjóðkirkjunnar IX.5)

 Hvað kostar?

Prestur kostar kr. 15.000 með akstri

Kirkjuvörður kostar kr. 12.500

Organisti (kirkjuorganistinn) samkvæmt samkomulagi við hjónaefni