Jesús talar um hjónabandið (Matteusarguðspjall 19. 4-6)
Hann svaraði: Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.
Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður.
Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.

Jóhannesarguðspjall 13:34-35
„Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað.
Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað.
Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“

Galatabréfið 6.2
Berið hvert annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists

Kólossubréfið 3.12-15
Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið ykkur, svo skuluð þið og gera. En íklæðist yfir allt þetta elskunni sem bindur allt saman og fullkomnar allt.
Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama. Verið þakklát.

Óðurinn um kærleikann (Fyrra bréf Páls til Korintumanna 13. 4-8)
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.