Á meðan Digraneskirkja var í smíðum gripu sóknarnefnd, prestur og mörg sóknarbörn í vefinn og fylgdust þannig með því þegar þrír messuskrúðar urðu til frá 19. júlí til 23. september 1994. Vinnan fór fram á vinnustofu Guðrúnar Vigfúsdóttur og stjórnaði hún verkinu.

Framhlið og bak rauða hökulsins. Táknið á bakinu vísar til grunnteikningar kirkjubyggingarinnar.

Framhlið og bak fjólubláa hökulsins. Krossmark og gluggar úr kirkjubyggingunni.

Framhlið og bak græna hökulsins. Súlur utan og innan kirkjunnar og liljutáknið.

Framhlið og bak hátíðarhökulsins Guðrún Vigfúsdóttir gaf Digraneskirkju. Stólan lögð yfir.