Safnaðarstarf eldri borgara í Digraneskirkju

Dagskrá alla þriðjudaga kl. 11.50 til 14.30

Öllu verði er stillt í hóf – hádegisverður og kaffi kr. 1000-

Við minnum á akstursþjónustu Digranessafnaðar sími 554-1620. Pöntun á þriðjudögum kl. 09.

 

Safnaðarstarfið 2017

Dagskráin er fjölbreytt. Heimsóknir, samsöngur, örtónleikar, styttri og lengri ferðir auk helgistunda er brot af því sem gert er. Sr. Magnús Björn Björnsson hefur umsjón með starfinu auk Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista. Húsmóðirin, Ólöf I. Jónsdóttir, á einnig stóran þátt í vinsældum starfsins. Gott samstarf er við Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi og hefur margt skemmtilegt verið gert í sameiningu. Leikfimin er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11.

Kirkjubíllinn sækir eldri borgara heim að dyrum á þriðjudögum. Panta þarf far kl. 09 um morguninn. Farið kostar kr. 500 fram og til baka.

Starfsemi meðal eldri borgara í sókninni hófst þegar eftir vígslu kirkjunnar 25. september 1994.

Opið hús er alla þriðjudaga yfir veturinn frá kl. 11 og fram eftir degi.

Dagskrá þriðjudaga:

Kl. 11 leikfimi ÍAK (Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi). Kennari Fannar Karvel Steindórsson.
Kl. 11.50 Léttur hádegisverður
Kl. 12.30 Helgistund í umsjá presta eða leikmanna. Örtónleikar í umsjá organistans.
Kl. 13.15 – 14.30 Samverustund þar sem fram fer margþætt menningarstarfsemi ýmist í umsjá hópsins eða gesta. Henni lýkur með kaffisopa.
Á fimmtudögum er einnig leikfimi kl. 11. Umsjónarmaður starfsins er Magnús Björn Björnsson, prestur. Húsmóðir er Ólöf I. Jónsdóttir. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir.Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir.