Þriðji sunnudagur í aðventu – 11. desember

Messa kl. 11.

Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Hljómsveitin Ávextir andans sér um tónlistarflutning.
Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð kl. 11.  Léttur málsverður í hádeginu í safnaðarsal.

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi er með tónleika í Digraneskirkju kl. 16. Kórstjóri er Bjartur Logi Guðnason.

Opnunartími

Mánudaga: Lokað
Þriðjudaga – fimmtudaga: Opið 11 – 13
Föstudaga: Lokað

Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
kl. 11-13
(og eftir nánara samkomulagi)
Tímapantanir í síma 554 1620

Vaktsími: 843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Fjórði sunnudagur í aðventu – 18. desember

Jólaball sunnudagaskólans kl. 11.

Helgileikur og samveru í kirkjunni.  Jólasveinar koma í heimsókn með glaðning handa börnunum.  Gengið verður í kringum jólatré og sungin jólalög.  Heitt súkkulaði á eftir. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir.  Sr. Magnús Björn Björnsson og sr. Gunnar Sigurjónsson.

Aðfangadagur

Jólagleði í Digraneskirkju kl. 15

Fjölskyldustund með jólasálmum og jólagleði. Jólakórinn, undir stjórn Maríu Magnúsdóttur kórstjóra, leiðir söng. Við fáum okkur góðgæti í safnaðarsalnum á eftir.
Prestur sr. Magnús Björn Björnsson.

Aftansöngur kl. 18

Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Kór Digraneskirkju.  Einsöngvari: Einar Clausen. Organisti: Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Prestur: sr. Gunnar Sigurjónsson.

Jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14

Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af kór Digraneskirkju
Organisti: Sólveig Sigríður Einarsdóttir

Fimmtudagur 29. desember

Jólastund eldri borgara í Hjallakirkju kl. 14

Á jólastundinni er boðið upp á vandaða dagskrá.
Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi annast um sönginn. Bjartur Logi Guðnason, kórstjóri, leikur undir.

Eftir stundina er boðið upp á kaffi og ýmislegt góðgæti. Allir eru velkomnir.

Jólastund eldri borgara er eitt af samstarfsverkefnum Digranes- og Hjallakirkju.
Hún er haldin í Digraneskirkju þau ár sem standa á oddatölu (2015, 2017 o.s.frv.) en í Hjallakirkju á árum með jafnri tölu.

Gamlársdagur

Aftansöngur kl. 16 (athugið breyttan tíma)

Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af kór Digraneskirkju.
Aftansöngurinn á gamlárskvöld er gjarnan sambland af því hefðbundna og óhefðbundna í tónlist og töluðu máli.
Sr. Magnús Björn Björnsson leiðir helgihaldið
sr. Gunnar Sigurjónsson prédikar
Organisti: Sólveig Sigríður Einarsdóttir.

1. janúar 2017

Engin messa í Digraneskirkju.

Næsta messa er sunnudaginn 8. janúar 2017 kl. 11 (sr. Gunnar og hljómsveitin Ávextir andans)

Nýjustu fréttir

Allar fréttir