Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helgihald Digraneskirkju í desember.

Aðventan í Digraneskirkju

3. sunnudagur í aðventu 14. desember

 • Jólaball sunnudagaskólans kl. 11:00
  Jólaballið hefst með helgileik og samveru í kirkjunni að því loknu förum við í kapelluna á neðri hæð þar sem jólasveininn Stekkjastaur kemur í heimsókn með glaðning handa börnunum. Gengið er í kringum jólatré og sungin jólalög. Heitt súkkulaði er í boði eftir jólaballið.
 • Jólasöngstund með Söngvinum kl. 14:00
  Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi og stjórnandi þeirra Bjartur Logi Guðnason annast um jólastund í Digraneskirkju. Sungin eru gömul og nýleg jóla- og aðventulög. Jólastund fyrir alla fjölskylduna. Súkkulaði og piparkökur eftir stundina.

Jól í Digraneskirkju

Aðfangadagur 24. desember

 • Aftansöngur kl. 18:00.
  Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson og organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Einar Clausen syngur einsöng og kór Digraneskirkju syngur hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.
 • „Jóla söngvar“ – Christmas Carols kl. 23:30.
  Hátíðleg jólastund með samblandi af ritningartextum jólanna og jólalögum. Samkór Kópavogs syngur undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Undirleikari Peter Maté. Upplestur annast sr. Magnús Björn Björnsson, Margrét Loftsdóttir, Sigrún Birna Björnsdóttir og Guðrún Dóra Guðmannsdóttir.

Jóladagur 25. desember

 • Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00
  Sr. Úrsúla Árnadóttir prédikar og sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir og kór Digraneskirkju syngur hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Annar í jólum 27. desember

 • Skírnarguðsþjónusta kl. 11

Sunnudagurinn 28. desember

 • Jólastund eldri borgara kl. 14:00 í Hjallakirkju
  Samstarfsverkefni Digraneskirkju og Hjallakirkju. Boðið er upp á vandaða dagskrá. Kaffi og meðlæti á eftir.  Allir velkomnir.

Áramót í Digraneskirkju

Gamlársdagur 31. desember

 • Aftansöngur kl. 16:00 – Athugið breyttan tíma
  Sr.Magnús Björn Björnsson prédikar og sr. Úrsúla Árnadóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir og kór Digraneskirkju syngur hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Sunnudagurinn 4. janúar 2015

 • Messa kl. 11:00
  Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Ávextir andans leiða safnaðarsöng.

Skoða dagskrá kirkjunnar

Þjónusta

Mánudaga: Lokað

Þriðjudaga – fimmtudaga: Opið 11 – 13

Föstudaga: Lokað

Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 11-13

(og eftir nánara samkomulagi)

Tímapantanir í síma 554 1620

Vaktsími: 843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Fimmtudagur 18. desember kl. 13:00
Útför: Gunnhildur Magnúsdóttir

Nýjustu fréttir

Jólaball sunnudagaskólans og aðventustund Söngvina þriðja sunnudag í aðventu

Jólaball sunnudagaskólans er kl. 11. Það hefst með helgistund í kirkjunni. Eftir hana verður gengið í kringum jólatré. Jólasveinar koma í heimsókn og svo drekkum við súkkulaði og eigum notalega stund á eftir.

Kl. 14 er […]

Annar sunnudagur í aðventu, 7. desember 2014

Messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti og félagar úr Kór Digraneskirkju leiða safnaðarsöng.

Sunnudagaskólinn er á neðri hæð kirkjunnar. Þar munu börnin skreyta jólatréð.

Súpa og notalegt samfélag verður […]

Friðarloginn kemur til Digraneskirkju

Friðarloginn frá Betlehem kemur í Digraneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Skátar úr st. Georgsgildi munu færa friðarlogann til okkar en hann er varðveittur hjá nunnunum í Hafnarfirði þar sem hann logar allt árið um kring.
Árlega […]

Allar fréttir