Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Laus staða kirkjuvarðar

Starfið er 50% starf sem er unnið þannig að það er ein vaktvika frá þriðjudegi til sunnudags. Mánudaga og föstudaga er ekki föst viðvera en getur komið til aukavinna vegna athafna sem greitt er aukalega. Laugardaga geta komið til hjónavígslur sem greitt er fyrir aukalega. Hina vikuna á kirkjuvörður að öllu jöfnu frí. Kirkjuverðir eru tveir, vinna hvor sína vaktvikuna og deila með sér fullu starfi þannig. Launakjör eru samkvæmt VR. Frekari upplýsingar veita, sóknarprestur, formaður sóknarnefndar og gjaldkeri sóknarnefndar.

By | 2017-10-09T12:23:17+00:00 9. október 2017 12:23|

„Aðalvélin ræst!“

Nú fer allt á fulla ferð á sunnudaginn og í framhaldi þess. Sunnudagaskólinn byrjar á sunnudaginn kl. 11 og að þessu sinni verður messan með sunnudagaskólanum í stað þess að skipta milli efri og neðri hæðar.  Allir eru saman.  Pulsur og hoppukastali. Fermingarfræðslan hefst klukkan 12:30 fyrir börn í Álfhólsskóla og Kópavogsskóla. Fermingarfræðsla hefst klukkan 14 fyrir börn í Smáraskóla. Safnaðarstarfið fer svo af stað í vikunni á eftir. 

By | 2017-08-28T17:10:44+00:00 28. ágúst 2017 17:10|

Fermingarbörn 2018

Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11 NafnRitningarversAdam Pálmason MorthensLúk.11.28Aðalsteinn René Isuls Björnsson Árný Dögg Sævarsdóttir Ásta María Armesto Nuevo Birgir Ari Óskarsson Björn Hafberg HlynssonDs.23.1Breki Þór Óttarrsson Inga Lind Jóhannsdóttir Nökkvi GunnarssonJóh.11.25Ragnheiður María Stefánsdóttir Rebekka Ýr Arnfreysdóttir Sturla Ingason Þórhildur Ynja Helgadóttir  Pálmasunnudagur 25. mars kl. 13:30 Nafn Ritningarvers Alexander Emil Beck   Bergdís Fjóla Pálsdóttir Ds.66.2 Björn Ingi Sigurðsson Lúk.18.27 Brynhildur Katrín Hrafnkelsdóttir   Dagbjört Hildur Pálsdóttir Ds.31.25 Elfa Björg Óskarsdóttir Róm.12.15 Elísa Guðjónsdóttir Jóh. 14.15 Elísabet Alda Georgsdóttir Matt.7.12 Erna Ólafsdóttir Matt.5.5 Eyrún Vala Harðardóttir Matt.5.3 Jón Arnór Guðmundsson   Julian Ingi Friðgeirsson Ds.121.2 Katla Víðisdóttir Jóh.3.16 Margrét  Tekla Arnfríðardóttir Jóh.11.25 Snædís [...]

By | 2017-09-28T12:22:45+00:00 15. ágúst 2017 12:14|

Skráning fermingarbarna 2018

Skráning fermingarbarna vegna ferminga á Pálmasunnudag (25. mars), Skírdag (29. mars)  2018 er hafin. Skráning er hér Áætlað er, samkvæmt venju, að börn í Kópavogsskóla og Álfhólsskóla fermist á Pálmasunnudag, börn úr Smáraskóla fermist á Skírdag. Athafnirnar eru kl. 11 og 13:30 báða dagana. 

By | 2017-08-28T17:04:31+00:00 26. júlí 2017 12:29|

Sameiginleg barnahátíð að sumri í Digraneskirkju 16. júlí kl. 11:00

Í DIGRANESKIRKJU , 16. júlí kl. 11:00 Helgistund í upphafi þar sem lítil stúlka verður skírð. Að því loknu sýna Brúðuheimar leiksýninguna íslenski fíllinn. Um er að ræða afar vandaða fjölskyldusýningu sem fjallar um munaðarlausan fílsunga sem flýr þurrkana í Afríku og heldur til Íslands í leit að betri samastað. Sýningin var tilnefnd til Grímunnar sem besta barnasýning ársins. Börn á öllum aldri velkomin.     Þjóðkirkjusöfnuðirnir í Kópavogi  

By | 2017-07-14T16:31:38+00:00 14. júlí 2017 16:30|

Mótorhjólamessan 5. júní

Mótorhjólamessan er stórviðburður í Digraneskirkju. Tónleikarnir eru klukkan 19 og messan sjálf klukkan 20. Vöfflusala fer fram á vegum Grindjána til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Messan er ekki hefðbundin og ekki fyrir "litúrgískt" viðkvæma :) 

By | 2017-05-18T12:00:30+00:00 18. maí 2017 11:58|

Bílamessan í Digraneskirkju á Uppstigningardag

Hin árlega bílamessa Digraneskirkju er á Uppstigningardegi, kirkjudegi aldraðra (bíla) klukkan 20 í samstarfi við Fornbílaklúbbinn. Bílunum verður stillt upp til sýnis á efra bílaplani kirkjunnar og svo er kaffi og veitingar á vegum Fornbílaklúbbsins og Digraneskirkju á eftir messunni.  Sólveig Sigríður Einarsdóttir og Einar Clausen annast um söng og tónlist.

By | 2017-05-18T11:51:54+00:00 18. maí 2017 11:51|