Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Haustmessa eldriborgararáðs

Haustmessa Eldriborgararáðs verður haldin í samvinnu við Hjalla- og Digranessöfnuði í Digraneskirkju sunnudaginn 22. september kl. 11:00. Sr Karen Lind Ólafsdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir og einsöngvari er Anna Sigríður Helgadóttir.  Eftir messuna verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar.  Allir eru innilega velkomnir og takið með ykkur gesti!

By |2019-09-18T13:08:10+00:0018. september 2019 13:08|

Friðarbíó

Lagið I Can Only Imagine er vinsælasta kristilega lag allra tíma, fór sigurför um heiminn og er enn spilað á útvarpsstöðvum um allan heim. Við bjóðum þér nú á frumsýningu þessarar mögnuðu myndar sem segir sögu lagsins, sem við þekkjum svo vel en hins vegar þekkja færri söguna á bak við lagið og hvernig það fæddist fram hjá Bart Millard, söngvara hljómsveitarinnar MercyMe, í erfiðum samskiptum hans við drykkfelldan föður. Bræðurnir Jon og Andrew Erwin leikstýra myndinni og meðal leikara eru þau J. Michael Finley, Priscilla Schirer og Dennis Quaid. Myndin er með íslenskum texta og hún er leyfð fyrir [...]

By |2019-09-13T13:56:59+00:0013. september 2019 13:54|

sr. Magnús lætur að störfum í Digraneskirkju

sr. Magnús Björn Björnsson sem verið hefur prestur í Digraneskirkju síðan árið 2000 hefur látið að störfum. Hann hefur verið skipaður sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli þar sem hann hefur verið í afleysingarþjónustu. Digranessöfnuður er þakklátur framlagi hans og farsæla þjónustu og við biðjum honum Guðs blessunar á nýjum vettvangi. 

By |2019-09-11T15:57:58+00:0011. september 2019 15:57|

Sunnudagaskólinn hefst 1. september í Hjallakirkju

Digraneskirkja og Hjallakirkja hafa aukið verulega samstarf sitt þennan starfsvetur. Söfnuðirnir verða sameiginlega með sunnudagaskóla í Hjallakirkju. Hann er alla sunnudaga klukkan 11. Við hefjum vetrarstarfið með því að sameinast öll í Hjallakirkju, sunnudaginn 1. september klukkan 11. Æskulýðsstarf verður einnig að miklu leyti í Hjallakirkju. 6-9 ára starf barna verður eftir sem áður í sín hvorri kirkjunni.

By |2019-08-20T18:06:10+00:0020. ágúst 2019 18:06|

sr. Karen Lind Ólafsdóttir í afleysingu í Digraneskirkju

Eins og kunnugt er, þá er sr. Magnús Björn Björnsson í leyfi frá Digraneskirkju. Hann er sóknarprestur Breiðholtsprestakalls um þessar mundir, þar til skipað hefur verið í það embætti en hann er einn af umsækjendum þess. sr. Karen Lind Ólafsdóttir hefur verið sett tímabundið til afleysingar sem prestur í Digraneskirkju í 50% starf en hún er í hálfu starfi nú þegar í Hjallakirkju.

By |2019-08-02T14:41:56+00:002. ágúst 2019 14:41|

Skráning í fermingarfræðslu

Skráning í fermingar 2020 og fermingarfræðslu 2019-2020 er í gangi. Smelltu hér fyrir neðan til að skrá. Skráning í fermingar og fermingarfræðslu  Upplýsingar til fermingarbarna og foreldra Boðið er upp á námskeið fyrir fermingarbörnin í ágúst 2019. Fermingarfræðslan hefst mánudaginn 12. ágúst. Haustnámskeið vegna fermingarfræðslunnar heldur svo áfram daglega út vikuna, fyrir og eftir hádegi,  mánudaginn 12. ágúst til fimmtudagsins 15. ágúst. Að auki mæta börnin einu sinni í mánuði um vetrartímann, tvo tíma í senn. Ágústnámskeiðið fer fram fyrir og eftir hádegi og verður sameiginlegt með Hjallakirkju. Þau börn sem ekki vilja né hafa tök á að taka þátt [...]

By |2019-09-04T17:46:15+00:0021. júlí 2019 12:00|

Viltu hjálpa til?

Vegna framkvæmda í safnaðarsal Digraneskirkju, þá notum við tækifærið og hreinsum út úr öllum kompum, geymslum og kytrum í Digraneskirkju. Allir sem telja sig eiga eitthvað í geymslu hér, eru beðnir um að koma og sækja það. Við hendum öllu sem við vitum ekki hvað er, eða hver á. Við myndum þiggja alla þá hjálp sem í boði er við tiltektina.   Við verðum hér þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli 11-13 og jafnvel lengur.  

By |2019-06-25T12:25:02+00:0025. júní 2019 12:25|

Mótorhjólamessa í Digraneskirkju 10. júní

Hin árlega mótorhjólamessa í Digraneskirkju verður á sínum stað annan í hvítasunnu 10.júní. Tónleikar klukkan 19:00 Messa klukkan 20:00 Fram koma: Axel Ómarsson, Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Gospelkór Smárakirkju undir stjórn Matta sax ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Tónlistarþemað verður Rokk, Kántrí og Gospel !

By |2019-05-22T14:49:50+00:0022. maí 2019 14:49|