Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Skráning í fermingarfræðslu

Skráning í fermingar 2019 og fermingarfræðslu 2018-2019 er í gangi. Smelltu hér fyrir neðan til að skrá. Skráning í fermingar og fermingarfræðslu  Upplýsingar til fermingarbarna og foreldra Boðið er upp á námskeið fyrir fermingarbörnin í ágúst 2018. Fermingarfræðslan hefst mánudaginn 13. ágúst. Haustnámskeið vegna fermingarfræðslunnar heldur svo áfram daglega út vikuna, fyrir og eftir hádegi,  mánudaginn 13. ágúst til fimmtudagsins 16. ágúst. Að auki mæta börnin einu sinni í mánuði um vetrartímann, tvo tíma í senn. Ágústnámskeiðið fer fram fyrir og eftir hádegi og verður hópnum skipt upp sem hér segir: Fermingarbörn úr Kópavogsskóla og Álfhólsskóla mæta kl. 9-12. Fermingarbörn [...]

By |2018-06-12T13:33:22+00:008. júní 2018 17:00|

Látinna ástvina minnst í allra heilagra messu

Syrgjendur eru hvattir til að mæta í allra heilagra messu sunnudaginn 4. nóvember kl 11 og minnast látinna ástvina. Þá verður látinna minnst með tendrun kerta og lesin verða upp nöfn þeirra sem jarðsungin hafa verið frá Digraneskirkju síðasta árið og eru skráð í prestsþjónustubók Digranesprestakalls. Kammerkór kirkjunna syngur undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista. Prestur er Bára Friðriksdóttir. Það verða veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Fermingarfræðsla kl 12:30 og fermingarbörn fá bauka til að  safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

By |2018-11-02T14:33:20+00:002. nóvember 2018 14:33|

Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fermingarbörnin fara hús úr húsi vikuna 4.-11.nóvember. Þau sækja baukana eftir messu sunnudaginn 4. nóvember og má búast við að þau banki uppá alla þá viku. Þau skila svo baukunum í messunni 11. nóvember. Tökum vel á móti fermingarbörnunum! Hér er fræðslumyndband um Hjálparstarfið sem vel er þess virði að horfa á. Það tekur innan við korter. https://www.youtube.com/watch?v=fDGVSUhkV4s&feature=youtu.be

By |2018-10-26T16:36:49+00:0026. október 2018 16:22|

Það verður Kyrrðarbæn í dag kl 17:30.

Þrátt fyrir kvennafrídaginn þá höldum við okkar striki með Kyrrðarbænina í Digraneskirkju á sínum stað. Þögul bænin með ákveðinni aðferð stendur yfir í 20 mínútur og gefur endurnæringu inn í hversdaginn. Bæði karlar og konur eru velkomin í dag sem aðrar stundir en þau sem eru að mæta í Kyrrðarbæn í fyrsta sinn eru beðin um að kom kl 17:15 til undirbúnings.

By |2018-10-24T16:15:11+00:0024. október 2018 16:15|

Unglingamessa í Kópavogskirkju14. október kl. 20

Digraneskirkja, Hjallakirkja og Kópavogskirkja hafa ákveðið í sameiningu að standa fyrir mánaðarlegum unglingamessum á sunnudagskvöldum klukkan 20 Við byrjuðum í Digraneskirkju í september en svo verður næsta unglingamessa í þessu samstarfi í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. október klukkan 20.

By |2018-10-04T15:00:47+00:008. október 2018 07:51|

Viltu ræsta í Digraneskirkju?

Digraneskirkju vill ráða í ræstingu. Um er að ræða vinnu sem telur uþb 12 klukkustundir í viku og skiptist á 3 daga í samráði við kirkjuverði. Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Starfið er laust frá 1. nóvember 2018. Umsóknir sendist á Heiðrúnu gjaldkera heidrunhlin@gmail.com  eða Margréti,  formann sóknarnefndar margretl@internet.is  Einnig má koma í Digraneskirkju og ræða við kirkjuvörð eða Ólöfu húsmóður að fá frekari upplýsingar og kynna sér aðstæður.

By |2018-10-07T14:52:29+00:007. október 2018 14:52|

Viltu vinna í Digraneskirkju?

Starfslýsing kirkjuvarðar. Kirkjuverðir Digraneskirkju eru tveir sem skipta með sér fullu starfi (50%+50%). Kirkjuverðir vinna í viku í senn að öllu jöfnu og eiga frí þá næstu. Vinnuvika kirkjuvarðar er frá þriðjudegi fram til næsta þriðjudags þegar hinn kirkjuvörðurinn tekur við. Vinnutími er að öllu jöfnu á þriðjudögum til fimmtudags frá 9-16.  Það getur þó verið breytilegt eftir mismunandi tímabilum og álagstímum (aðventa, jól, páskar og hvítasunna svo dæmi séu tekin) Viðveruskylda er á þriðjudegi til fimmtudags frá 10-14 á viðtalstíma prestanna. Þá annast kirkjuvörður um símavörslu. Mánudaga og föstudaga er formlega séð lokað en þá daga falla oft til [...]

By |2018-10-04T15:26:30+00:004. október 2018 15:21|

Kántrímessa á sunnudaginn 7. október

Sunnudaginn 7. október kl. 11 verður Kántrímessa í Digraneskirkju. Axel Ómarsson og sr. Gunnar Sigurjónsson annast um messuna sem verður með óhefðbundnu sniði. Skírt verður í messunni og eftir messu er léttur hádegisverður í safnaðarsalnum (kr. 500). 

By |2018-10-03T15:13:45+00:003. október 2018 15:08|

Viltu fá meiri ró og frið inn í hversdaginn?

  Námskeið í Digraneskirkju laugardaginn 29. september kl 10 - 15:30. Það verður haldið dags námskeið um Kyrrðarbænina í Digraneskirkju 29. september og vikuleg iðkun í framhaldinu. Námskeiðsgjald með hádegisverði er 3.000 krónur. Skráning er á barafrid@digraneskirkja.is, Sjá nánar á www.digraneskirkja.is.   Kyrrðarbæn er góð leið til innri hvíldar Við finnum okkur sjaldnast næðisstund til að hlaða batteríin í asa nútímans. Það er hverri manneskju mikilvægt til að halda jafnvægi og ferskleika. Stöðugt áreiti nútímasamfélags hlúir ekki að gömlum gildum sem rækta andann. Við erum farin að sjá áhrif þess t.d. í auknum kvíða ungmenna sem alltaf eru „á samfélagsvaktinni“  [...]

By |2018-10-03T14:16:49+00:0026. september 2018 11:41|

Kyrrðarbæn hvað er það?

Við finnum okkur sjaldnast næðisstund til að hlaða batteríin í asa nútímans. Það er hverri manneskju mikilvægt til að halda jafnvægi og ferskleika. Stöðugt áreiti nútímasamfélags hlúir ekki að gömlum gildum sem rækta andann. Við erum farin að sjá áhrif þess t.d. í auknum kvíða ungmenna sem alltaf eru „á vaktinni“ á samfélagsmiðlum og kunna ekki að kúpla sig út. Þetta er langvarandi álag í ofanálag við skilaboðin sem samfélagsmiðlarnir gefa. Það sem ég vildi sagt hafa er að okkur vantar meiri ró og frið inn í hversdaginn sem er uppspretta orku og blessunar. Nútíminn er að bregðast við þessum [...]

By |2018-09-23T10:19:18+00:0023. september 2018 10:19|