Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Guðsþjónusta með Karlakór Kópavogs

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 11:00 verður Guðsþjónusta í Digraneskirkju. Sr Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari og Karlakór Kópavogs hefur umsjón með tónlist. Verið hjartanlega velkomin að eiga notalega stund með okkur í kirkjunni. Súpa og brauð í safnaðarsal að messu lokinni.  Sunnudagaskóli Digranes- og Hjallakirkju er í Hjallakirkju á sama tíma.

By |2019-11-14T11:34:42+00:0014. nóvember 2019 11:34|

Fréttir úr Hjallakirkju og Digraneskirkju

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að safnaðarstarfið í Hjallakirkju og Digraneskirkju hefur verið með breyttu sniðu á þessu hausti. Helgast það af auknu samstarfi safnaðanna tveggja og hefur það verið afskaplega gott og gefandi í alla staði það sem af er hausti. Söfnuðurnir hófu samstarf sitt á þessu ári í æskulýðsstarfi kirknanna og í eldri borgara starfi. Æskulýðsstarf kirknanna fer nú alfarið fram í Hjallakirkju og var sr. Helga Kolbeinsdóttir vígð í ágúst síðastliðnum til að hafa yfirumsjón með þeim málaflokki og er nú í starfi hjá báðum söfnuðum. Hún heldur utan æskulýðsmálin öll ásamt leiðtogum og leiðir [...]

By |2019-11-08T14:57:13+00:008. nóvember 2019 14:45|

Feðradagsmessa 10. nóvember

Verið velkomin til Feðradagsmessu í Digraneskirkju nk. sunnudag kl 11:00. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir þjónar fyrir altari og Gunnar Böðvarsson hefur umsjón með tónlist ásamt Vinum Digraneskirkju. Guðsþjónustan er sameiginleg fyrir Digranessókn og Hjallasókn. Verið velkomin að eiga notalega stund í kirkjunni og njóta góðra veitinga og samfélags í kjölfarið.  Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í Hjallakirkju!   Hjartanlega velkomin!    

By |2019-11-06T15:51:37+00:006. nóvember 2019 15:51|

Fermingarbörnin safna

Á morgun, fimmtudag 31. október, ganga fermingarbörn Digranes- og Hjallasóknar í hús og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar líkt og undanfarin ár.  Tökum vel á móti þeim! Nánar um söfnunina á vef kirkjunnar. 

By |2019-10-30T11:39:14+00:0030. október 2019 11:37|

Allra heilagra messa í Hjallakirkju 3. nóvember

Sunnudaginn 3. nóvember kl 11 verður Allra heilagra messa i Hjallakirkju þar sem við minnumst þeirra sem látist hafa á árinu. Guðsþjónustan er sameiginleg fyrir Digranes- og Hjallakirkjur. Sr Sunna Dóra Möller þjónar fyrir altari og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti annast tónlist.

By |2019-10-29T11:14:28+00:0029. október 2019 11:14|

Fjölskyldumessa í Hjallakirkju með Halloween þema

Á sunnudaginn 27. október næstkomandi verður fjölskyldumessa með Halloween þema í Hjallakirkju kl 11. Við ætlum að syngja saman sunnudagaskólalögin, heyra sögu af Jesú og allir eru hvattir til að mæta í búning!  Halloween hljómar smá einsog Halló vinur og það verður þema messunnar - í kirkjunni eru allir vinir.  Messan er í umsjá sr Karenar, sr Helgu, Láru organista og Söru Björt leiðtoga í sunnudagaskólanum.  Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni! 

By |2019-10-25T11:11:48+00:0025. október 2019 11:11|

Krílasálmar

Krílasálmar eru tónlistarstundir í kirkjunni fyrir börn 0 – 12 mánaða og foreldra þeirra. Markmiðið er að vekja sönggleði og gefa foreldrum tækifæri til að tengjast börnum sínum í gegnum söng, leik og tónlist. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög, íslensk þjóðlög og kvæði. Leitast er við að búa til notalegar stundir þar sem við syngjum, vöggum börnunum, dönsum, hlustum á tónlist, leikum okkur og njótum samverunnar. Eftir stundirnar er boðið upp á kaffi, leik og samveru í safnaðarsal kirkjunnar. Krílasálmar eru alla þriðjudaga yfir vetrartímann kl. 10:30 í Hjallakirkju og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

By |2019-10-18T09:42:09+00:0018. október 2019 09:41|

Guðsþjónusta 20. október

Verið velkomin til guðsþjónustu í Digraneskirkju nk. sunnudag kl 11:00. Sr. Sunna Dóra Möller þjónar fyrir altari, Kristján Hrannar organisti hefur umsjón með tónlist ásamt Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi. Guðsþjónustan er sameiginleg fyrir Digranessókn og Hjallasókn. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í Hjallakirkju!   Hjartanlega velkomin!    

By |2019-10-16T10:55:00+00:0015. október 2019 10:57|

Opið hús í Digraneskirkju

Síðasta föstudag í hverjum mánuði verður opið hús í Digraneskirkju. Húsið opnar kl 17:30 og kl 18:00 er boiðð upp á kvöldverð á 1.000 kr. Hægt verður að horfa bíó, sitja við handavinnu, spila, eða bara spjalla og njóta samveru. Stundinni lýkur með helgistund kl 20:30. Hægt að panta aksturstþjónustu kirkjubílsins með því að hringja í kirkjuna í síma 554 1620 á fimmtudeginum á undan milli 10:00-15:00. Fyrsta opna húsið verður föstudagskvökdið 25. október. Verið hjartanlega velkomin!

By |2019-10-14T09:52:25+00:0014. október 2019 09:52|