Fréttir

Þú ert hér: :Home/Fréttir/

Engin mótorhjólamessa í ár

Kæru vinir, vegna COVID-19 verður okkar hefðbundna mótorhjólamessa ekki haldin í ár.  Við óskum ykkar gleðilegrar Hvítasunnu og Guðs blessunar! Verið velkomin í guðsþjónustu á Hvítasunnudag kl 11!  

By |2020-05-28T12:33:52+00:0028. maí 2020 12:33|

Hvítasunnudagur í Digraneskirkju

Á Hvítasunnudag, sunnudaginn 31. maí verður Guðsþjónusta í Digraneskirkju kl. 11:00.  Sr. Helga Kolbeinsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leiða stundina ásamt félögum úr kór Hjallakirkju. Guðsþjónustan er sameiginleg fyrir Hjallakirkju og Digraneskirkju.  Vegna aðstæðna er ekki gengið til altaris Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kleinur og konfekt.  Verið velkomin. Guðspjall dagsins: Jóh 14.23-31a Jesús svaraði: „Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum. Sá sem elskar mig ekki varðveitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt heldur föðurins sem [...]

By |2020-05-26T13:37:42+00:0026. maí 2020 13:37|

Helgistund sunnudaginn 24. maí

Sunnudaginn 24. maí verður  helgistund í Digraneskirkju kl. 11:00.  Sr. Helga Kolbeinsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir leiða stundina. Talað verður út frá pistli dagsins úr Fyrra Pétursbréfi: En endir allra hluta er í nánd. Verið því gætin og algáð til bæna. Umfram allt hafið brennandi kærleika hvert til annars því að kærleikur hylur fjölda synda. Verið gestrisin hvert við annað án þess að mögla. 1Sérhvert ykkar hefur fengið náðargáfu. Notið þær og þjónið hvert öðru eins og góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs. Sá sem talar flytji Guðs orð, sá sem þjónar sýni að Guð gefi máttinn til þess. Verði svo [...]

By |2020-05-19T11:09:11+00:0019. maí 2020 11:09|

Skráning í fermingu vorið 2021 og fermingarfræðslu er hafin hjá Digranes- og Hjallakirkju

Skráning í fermingu vorið 2021 og fermingarfræðslu er hafin hér á heimasíðunni hjá okkur í Digranes- og Hjallakirkju. Allar upplýsingar má finna undir hlekknum “Fermingarfræðsla” og skráning fer fram rafrænt og er hægt að fara beint inn á skráningarkerfið í gegnum bannerinn hér á forsíðunni. Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Hlökkum til samstarfsins næsta vetur Prestar og starfsfólk Digranes- og Hjallakirkju

By |2020-05-15T14:07:51+00:0015. maí 2020 14:06|