Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Frá Skírdegi til Páskasólar

Trúarlegt ferðalag í helgihaldi Digraneskirkju Skírdagur er dagur seinustu kvöldmáltíðarinnar og því tilhlýðilegt að söfnuðurinn komi saman um kvöldið kl. 20 til þess að eiga samfélag um borð Guðs. Altarissakramentið verður fram borið með sérbökuðu ósýrðu brauði og bergt af sameiginlegum kaleik. Prestur: sr. Gunnar Sigurjónsson Föstudagurinn langi Um kvöldið kl. 20 er passíuguðsþjónusta.  Lesnir eru ritningartextar passíunnar og tónlist eða söngur milli lestra. Passíuguðsþjónustunni lýkur með því að kirkjan verður myrkvuð og íhugun þagnarinnar tekur við. Prestur: sr. Bára Friðriksdóttir Aðfangadag páska kl. 22 er Páskavaka. Hátíðahöld páskanna eru elsta kristna guðsþjónustugerð sem þekkt er í kirkjunni og á uppruna sinn [...]

By | 2018-03-13T15:53:18+00:00 13. mars 2018 15:53|

Æskulýðsdagurinn á sunnudaginn

Æskulýðsdagurinn sunnudaginn 4 mars kl 11. Þann dag verða börn og unglingar meira áberandi í guðsþjónustunni en venjulega. Það verður leikrit, bænagjörningur, búningaball, kötturinn sleginn úr tunnunni og pylsupartý. Allir krakkar og unglingar sem vilja fá hlutverk eru beðnir um að koma kl 10:45. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta. Fermingarfræðsla er kl 12:30 og 14 um undirbúning fermingar og kannski um kærasta og kærustur.   Við hlökkum til að sjá ykkur,

By | 2018-03-01T13:34:56+00:00 1. mars 2018 13:34|

Nýr prestur Digraneskirkju

Séra Bára Friðriksdóttir hefur verið sett til embættis prests í Digraneskirkju fram til áramóta, þann tíma sem sr. Magnús Björn Björnsson er í leyfi. Hann er núna settur sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli. Við fögnum sr. Báru og væntum mikils af starfskröftum hennar, reynslu og þekkingar. Hún mun meðal annars annast um kirkjustarf eldri borgara og þjónustu messuþjóna, ásamt öllum almennum prestsstörfum hér í kirkjunni.

By | 2018-02-04T16:19:55+00:00 4. febrúar 2018 16:19|

sr. Magnús Björn Björnsson í leyfi

Séra Magnús Björn Björnsson sem verið hefur prestur í Digraneskirkju síðan árið 2000, hefur fengið tímabundið leyfi fram til áramóta. Hann er nú settur sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli sama tímabil. Í stað hans mun frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, setja prest í Digraneskirkju frá 1. febrúar og til áramóta. Val biskups ætti að verða ljóst í þessari viku.

By | 2018-01-23T12:11:54+00:00 23. janúar 2018 12:11|

Kántrí messa 14. janúar

Sunnudaginn 14. janúar verður kántrí messa kl. 11:00 í Digraneskirkju.  Prestur: Sr. Sigfús Kristjánsson Tónlist: Axel Ómarsson og Sigurgeir Sigmundsson Ekki missa af þessari fjörugu messu. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. 

By | 2018-01-04T13:14:52+00:00 8. janúar 2018 10:00|

Gamlársdagur

Aftansöngur kl. 16:00 (athugið breyttan tíma) Einsöngur og kórsöngur Kammerkórs Digraneskirkju. Sr. Magnús Björn Björnsson leiðir helgihaldið og sr. Gunnar Sigurjónsson prédikar. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir.

By | 2017-11-29T17:14:05+00:00 29. nóvember 2017 16:55|

„Aðalvélin ræst!“

Nú fer allt á fulla ferð á sunnudaginn og í framhaldi þess. Sunnudagaskólinn byrjar á sunnudaginn kl. 11 og að þessu sinni verður messan með sunnudagaskólanum í stað þess að skipta milli efri og neðri hæðar.  Allir eru saman.  Pulsur og hoppukastali. Fermingarfræðslan hefst klukkan 12:30 fyrir börn í Álfhólsskóla og Kópavogsskóla. Fermingarfræðsla hefst klukkan 14 fyrir börn í Smáraskóla. Safnaðarstarfið fer svo af stað í vikunni á eftir. 

By | 2017-08-28T17:10:44+00:00 28. ágúst 2017 17:10|