Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Nýr prestur Digraneskirkju

Séra Bára Friðriksdóttir hefur verið sett til embættis prests í Digraneskirkju fram til áramóta, þann tíma sem sr. Magnús Björn Björnsson er í leyfi. Hann er núna settur sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli. Við fögnum sr. Báru og væntum mikils af starfskröftum hennar, reynslu og þekkingar. Hún mun meðal annars annast um kirkjustarf eldri borgara og þjónustu messuþjóna, ásamt öllum almennum prestsstörfum hér í kirkjunni.

By | 2018-02-04T16:19:55+00:00 4. febrúar 2018 16:19|

sr. Magnús Björn Björnsson í leyfi

Séra Magnús Björn Björnsson sem verið hefur prestur í Digraneskirkju síðan árið 2000, hefur fengið tímabundið leyfi fram til áramóta. Hann er nú settur sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli sama tímabil. Í stað hans mun frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, setja prest í Digraneskirkju frá 1. febrúar og til áramóta. Val biskups ætti að verða ljóst í þessari viku.

By | 2018-01-23T12:11:54+00:00 23. janúar 2018 12:11|

Kántrí messa 14. janúar

Sunnudaginn 14. janúar verður kántrí messa kl. 11:00 í Digraneskirkju.  Prestur: Sr. Sigfús Kristjánsson Tónlist: Axel Ómarsson og Sigurgeir Sigmundsson Ekki missa af þessari fjörugu messu. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. 

By | 2018-01-04T13:14:52+00:00 8. janúar 2018 10:00|

„Aðalvélin ræst!“

Nú fer allt á fulla ferð á sunnudaginn og í framhaldi þess. Sunnudagaskólinn byrjar á sunnudaginn kl. 11 og að þessu sinni verður messan með sunnudagaskólanum í stað þess að skipta milli efri og neðri hæðar.  Allir eru saman.  Pulsur og hoppukastali. Fermingarfræðslan hefst klukkan 12:30 fyrir börn í Álfhólsskóla og Kópavogsskóla. Fermingarfræðsla hefst klukkan 14 fyrir börn í Smáraskóla. Safnaðarstarfið fer svo af stað í vikunni á eftir. 

By | 2017-08-28T17:10:44+00:00 28. ágúst 2017 17:10|

Skráning fermingarbarna 2018

Skráning fermingarbarna vegna ferminga á Pálmasunnudag (25. mars), Skírdag (29. mars)  2018 er hafin. Skráning er hér Áætlað er, samkvæmt venju, að börn í Kópavogsskóla og Álfhólsskóla fermist á Pálmasunnudag, börn úr Smáraskóla fermist á Skírdag. Athafnirnar eru kl. 11 og 13:30 báða dagana. 

By | 2017-08-28T17:04:31+00:00 26. júlí 2017 12:29|