Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Mótorhjólamessa í Digraneskirkju 10. júní

Hin árlega mótorhjólamessa í Digraneskirkju verður á sínum stað annan í hvítasunnu 10.júní. Tónleikar klukkan 19:00 Messa klukkan 20:00 Fram koma: Axel Ómarsson, Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Gospelkór Smárakirkju undir stjórn Matta sax ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Tónlistarþemað verður Rokk, Kántrí og Gospel !

By |2019-05-22T14:49:50+00:0022. maí 2019 14:49|

Safnaðarferð Digraneskirkju

Sunnudaginn 2. júní verður safnaðarferð í samstarfi við Fornbílaklúbbinn. Morgunmatur er klukkan 9 árdegis og við röðum okkur í bílana klukkan 10 og leggjum því næst af stað í Hvalfjörðinn. Hádegisverður verður snæddur í Vatnaskógi. Reiknað er með heimkomu fyrir klukkan 17.

By |2019-05-22T14:47:34+00:0022. maí 2019 14:47|

Uppstigningardagur í Digraneskirkju

Fimmtudaginn 30. maí er Uppstigningardagur.  Það er kirkjudagur aldraðra. Digraneskirkja og Hjallakirkja halda sameiginlega guðsþjónustu klukkan 14 í Digraneskirkju. Eftir messu eru veglegar veitingar í safnaðarsal Digraneskirkju.  Um kvöldið klukkan 20 höldum við kirkjudag aldraðra bíla í samstarfi við Fornbílaklúbbinn. Tónlistin í þeirri guðsþjónustu er á vegum Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur og Einars Clausen, söngvara.

By |2019-05-22T14:43:19+00:0022. maí 2019 14:43|

Skráning í fermingarfræðslu

Skráning í fermingar 2020 og fermingarfræðslu 2019-2020 er í gangi. Smelltu hér fyrir neðan til að skrá. Skráning í fermingar og fermingarfræðslu  Upplýsingar til fermingarbarna og foreldra Boðið er upp á námskeið fyrir fermingarbörnin í ágúst 2019. Fermingarfræðslan hefst mánudaginn 12. ágúst. Haustnámskeið vegna fermingarfræðslunnar heldur svo áfram daglega út vikuna, fyrir og eftir hádegi,  mánudaginn 12. ágúst til fimmtudagsins 15. ágúst. Að auki mæta börnin einu sinni í mánuði um vetrartímann, tvo tíma í senn. Ágústnámskeiðið fer fram fyrir og eftir hádegi og verður sameiginlegt með Hjallakirkju. Þau börn sem ekki vilja né hafa tök á að taka þátt [...]

By |2019-05-04T12:11:08+00:004. maí 2019 12:00|

Messa á sunnudaginn kl. 11

sr. Gunnar bæði skírir og fermir í messunni. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson.  Almennur söngur. Eftir messu verður boðið upp á hressingu á neðri hæð kirkjunnar þar sem fermingarveisla fer fram í safnaðarsalnum.

By |2019-04-26T12:36:06+00:0026. apríl 2019 12:36|

Rokkað í Digraneskirkju

Á sunnudaginn (17. febrúar) mun Matthías Baldursson (Matti sax) mæta með Gospelkór Smárakirkju. Þau sjá um tónlist og söng í messunni sem er að venju klukkan 11. sr. Gunnar Sigurjónsson messar.Sunnudagaskóli er á sama tíma í kapellu á neðri hæð.Eftir messuna er hádegisverður í safnaðarsal (kr. 500)

By |2019-02-13T16:15:32+00:0013. febrúar 2019 16:14|