Fréttir

Þú ert hér: :Home/Fréttir

Barna- og æskulýðsstarf á vorönn 2020

BARNA- OG ÆSKULÝÐSSTARF DIGRANES- OG HJALLAKIRKJU Á VORÖNN 2020 ATH! ALLT STARF FER FRAM Í HJALLAKIRKJU. FJÖLSKYLDUMESSUR Alla sunnudaga kl 17:00 í Hjallakirkju Notast er við einfaldara messuform þar sem gert er ráð fyrir þátttöku barna og fullorðinna. Markmiðið er að skapa fleiri gæðastundir fyrir fjölskyldur. Á eftir messunni er boðið uppá kvöldmat á 1.000 kr (hámark 2.000 kr. á fjölskyldu). KIRKJUPRAKKARAR Alla fimmtudaga kl 15:00-16:00 í Hjallakirkju Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn. Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt. Við [...]

By |2020-01-13T20:16:30+00:0013. janúar 2020 20:16|

Nýr æskulýðsfulltrúi Digraneskirkju og Hjallakirkju

Halla Marie Smith er nýr æskulýðsfulltrúi Digranes- og Hjallakirkju. Hún mun, ásamt sr Helgu æskulýðspresti, hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi safnaðanna. Halla hefur áralanga reynslu af barnastarfi, bæði hjá KFUM og KFUK og kirkjunni. Hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Salts, kristins samfélags og sem leiðtogi í sunnudagaskóla Digranes- og Hjallakirkju frá því í haust. Halla stundar nám í Tómstunda og félagsmálafræði við Háskóla Íslands samhliða starfi sínu hjá okkur. Við erum glöð og þakklát að fá Höllu til starfa, en framundan eru spennandi verkefni og munum við áframhaldandi vinna markvisst að því að byggja upp fjölbreytt og öflugt barna- [...]

By |2020-01-12T14:24:40+00:0010. janúar 2020 09:44|

Fjölskyldumessa kl 11 í Hjallakirkju á sunnudag

Sunnudaginn 12. janúar verður fjölskyldumessa kl 11 í Hjallakirkju. Við fáum að heyra söguna af því þegar Jesús var skírður, syngjum saman og sjáum leikrit. Messan er í umsjá presta Digraneskirkju og Hjallakirkju ásamt leiðtogum barnastarfsins og organisti er Kristján Hrannar. Að messu lokinni verður boðið uppá hádegisverð þar sem við bjóðum fermingarbörn og foreldra sérstaklega velkomin til samtals.   Framvegis verða fjölskyldumessur með þessu sniði alla sunnudaga kl 17 og hefðbundnar messur í Digraneskirkju kl. 11. 

By |2020-01-09T14:22:59+00:009. janúar 2020 14:22|

Jólastund eldri borgara

Sunnudaginn 29. desember kl 14:00 verður sameiginleg messa eldri borgara í samstarfi við Hjallakirkju haldin í Digraneskirkju. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar. Prestur sr. Karen Lind Ólafsdóttir. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili að messu lokinni. Verið hjartanlega velkomin!

By |2019-12-27T12:34:06+00:0027. desember 2019 12:34|

Jólasöngur og kertaljós í Hjallakirkju á jóladag

Kl. 14:00 á jóladag ætlum við að eiga notalega stund í Hjallakirkju. Kórinn syngur með okkur jólalög, ásamt einsöngvara og þess á milli heyrum við lesna texta úr Biblíunni sem segja frá komu Frelsarans og þeirri von sem Hann færir okkur. Sr Helga Kolbeinsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti sjá um stundina ásamt kór Hjallakirkju og fleirum. Verið hjartanlega velkomin!

By |2019-12-24T16:35:49+00:0024. desember 2019 16:35|

Jólastund fjölskyldunnar á aðfangadag í Hjallakirkju

Á aðfangadag ætlum við að eiga notalega stund saman í Hjallakirkju meðan við bíðum eftir að jólin gangi í garð. Stundin hefst kl 15:00 - en þau börn sem vilja syngja í englakórnum mæta kl 14:40 til að æfa. Við ætlum að syngja saman jólalög, heyra jólasögu og horfa á Hafdísi og Klemma. Við ljúkum svo stundinni á því að fá okkur kakó og piparkökur. Hlökkum til að sjá ykkur! Sr Helga æskulýðsprestur og Lára organisti. 

By |2019-12-23T10:54:36+00:0023. desember 2019 10:54|

Jólaball sunnudagaskólans verður í Hjallakirkju á sunnudag!

Sunnudaginn 15. desember kl. 11 verður jólaball sunnudagaskólans haldið í Hjallakirkju. Börnin sýna helgileik (mæting kl 10:30 fyrir þau börn sem vilja taka þátt í honum), jólasveinar kíkja í heimsókn og við dönsum í kringum jólatréið. Sr Sunna Dóra og sr Helga sjá um stundina ásamt leiðtogum barnastarfsins. Hlökkum til að sjá ykkur!

By |2019-12-10T10:59:30+00:0010. desember 2019 10:57|