Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Krílasálmar

Krílasálmar eru tónlistarstundir í kirkjunni fyrir börn 0 – 12 mánaða og foreldra þeirra. Markmiðið er að vekja sönggleði og gefa foreldrum tækifæri til að tengjast börnum sínum í gegnum söng, leik og tónlist. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög, íslensk þjóðlög og kvæði. Leitast er við að búa til notalegar stundir þar sem við syngjum, vöggum börnunum, dönsum, hlustum á tónlist, leikum okkur og njótum samverunnar. Eftir stundirnar er boðið upp á kaffi, leik og samveru í safnaðarsal kirkjunnar. Krílasálmar eru alla þriðjudaga yfir vetrartímann kl. 10:30 í Hjallakirkju og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

By |2019-10-18T09:42:09+00:0018. október 2019 09:41|

Guðsþjónusta 20. október

Verið velkomin til guðsþjónustu í Digraneskirkju nk. sunnudag kl 11:00. Sr. Sunna Dóra Möller þjónar fyrir altari, Kristján Hrannar organisti hefur umsjón með tónlist ásamt Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi. Guðsþjónustan er sameiginleg fyrir Digranessókn og Hjallasókn. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í Hjallakirkju!   Hjartanlega velkomin!    

By |2019-10-16T10:55:00+00:0015. október 2019 10:57|

Opið hús í Digraneskirkju

Síðasta föstudag í hverjum mánuði verður opið hús í Digraneskirkju. Húsið opnar kl 17:30 og kl 18:00 er boiðð upp á kvöldverð á 1.000 kr. Hægt verður að horfa bíó, sitja við handavinnu, spila, eða bara spjalla og njóta samveru. Stundinni lýkur með helgistund kl 20:30. Hægt að panta aksturstþjónustu kirkjubílsins með því að hringja í kirkjuna í síma 554 1620 á fimmtudeginum á undan milli 10:00-15:00. Fyrsta opna húsið verður föstudagskvökdið 25. október. Verið hjartanlega velkomin!

By |2019-10-14T09:52:25+00:0014. október 2019 09:52|

Útvarpsmessa með umhverfisþema

Sunnudaginn 29. september kl. 11:00 verður sameiginleg útvarpsmessa Digranes- og Hjallasóknar í Digraneskirkju.  Þema messunnar verður vernd sköpunarverksins. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari, Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur predikar og Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti sér um tónlist ásamt Kammerkór Digraneskirkju. Súpa og brauð í safnaðarsal að messu lokinni. Verið hjartanlega velkomin!

By |2019-09-25T12:50:01+00:0025. september 2019 12:49|

Haustmessa eldriborgararáðs

Haustmessa Eldriborgararáðs verður haldin í samvinnu við Hjalla- og Digranessöfnuði í Digraneskirkju sunnudaginn 22. september kl. 11:00. Sr Karen Lind Ólafsdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir og einsöngvari er Anna Sigríður Helgadóttir.  Eftir messuna verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar.  Allir eru innilega velkomnir og takið með ykkur gesti!

By |2019-09-18T13:08:10+00:0018. september 2019 13:08|

Friðarbíó

Lagið I Can Only Imagine er vinsælasta kristilega lag allra tíma, fór sigurför um heiminn og er enn spilað á útvarpsstöðvum um allan heim. Við bjóðum þér nú á frumsýningu þessarar mögnuðu myndar sem segir sögu lagsins, sem við þekkjum svo vel en hins vegar þekkja færri söguna á bak við lagið og hvernig það fæddist fram hjá Bart Millard, söngvara hljómsveitarinnar MercyMe, í erfiðum samskiptum hans við drykkfelldan föður. Bræðurnir Jon og Andrew Erwin leikstýra myndinni og meðal leikara eru þau J. Michael Finley, Priscilla Schirer og Dennis Quaid. Myndin er með íslenskum texta og hún er leyfð fyrir [...]

By |2019-09-13T13:56:59+00:0013. september 2019 13:54|

sr. Magnús lætur að störfum í Digraneskirkju

sr. Magnús Björn Björnsson sem verið hefur prestur í Digraneskirkju síðan árið 2000 hefur látið að störfum. Hann hefur verið skipaður sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli þar sem hann hefur verið í afleysingarþjónustu. Digranessöfnuður er þakklátur framlagi hans og farsæla þjónustu og við biðjum honum Guðs blessunar á nýjum vettvangi. 

By |2019-09-11T15:57:58+00:0011. september 2019 15:57|

Sunnudagaskólinn hefst 1. september í Hjallakirkju

Digraneskirkja og Hjallakirkja hafa aukið verulega samstarf sitt þennan starfsvetur. Söfnuðirnir verða sameiginlega með sunnudagaskóla í Hjallakirkju. Hann er alla sunnudaga klukkan 11. Við hefjum vetrarstarfið með því að sameinast öll í Hjallakirkju, sunnudaginn 1. september klukkan 11. Æskulýðsstarf verður einnig að miklu leyti í Hjallakirkju. 6-9 ára starf barna verður eftir sem áður í sín hvorri kirkjunni.

By |2019-08-20T18:06:10+00:0020. ágúst 2019 18:06|