Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Rokkað í Digraneskirkju

Á sunnudaginn (17. febrúar) mun Matthías Baldursson (Matti sax) mæta með Gospelkór Smárakirkju. Þau sjá um tónlist og söng í messunni sem er að venju klukkan 11. sr. Gunnar Sigurjónsson messar.Sunnudagaskóli er á sama tíma í kapellu á neðri hæð.Eftir messuna er hádegisverður í safnaðarsal (kr. 500)

By |2019-02-13T16:15:32+00:0013. febrúar 2019 16:14|

Nýr prestur í Digraneskirkju

Séra Bára er í sjúkraleyfi (ökklabrotin) til 14. mars. Í stað hennar kemur séra Sigurður Kr. Sigurðsson og mun leysa hana af þar til hún kemur aftur til okkar. Hann mun njóta leiðsagnar Helgu Kolbeinsdóttur, æskulýðsfulltrúa meðan sóknarpresturinn (Gunnar Sigurjónsson) tekur sér stutt leyfi 20. febrúar til 10. mars.

By |2019-02-08T16:16:59+00:008. febrúar 2019 16:16|

Messa með Söngvinum

Á sunnudaginn klukkan 11:00 verður messa með Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi. Stjórnandi kórsins er organistinn Kristján Hrannar Pálsson. sr. Gunnar Sigurjónsson messar. Eftir messuna er sameiginlegur málsverður í safnaðarsalnum. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í kapellu á neðri hæð.

By |2019-02-06T18:18:55+00:006. febrúar 2019 18:18|

Messa í sparifötunum :)

Sunnudaginn 3. febrúar kl. 11 á Bænadegi að vetri, verður Sólveig Sigríður Einarsdóttir með Kammerkór Digraneskirkju í söngstellingum í messunni. sr. Gunnar Sigurjónsson messar og Helga Kolbeinsdóttir annast um sunnudagaskólann á sama tíma með leiðtogum æskulýðsstarfsins í kapellunni á neðri hæð. Eftir messuna og sunnudagaskólann er hádegisverður að venju í safnaðarsalnum (kr. 500) Eftir það tekur við fermingarfræðsla í kapellunni á neðri hæð.

By |2019-02-01T15:42:00+00:001. febrúar 2019 15:41|

Jólin í Digraneskirkju

Aðfangadagur jóla 24. desember Jólagleði í Digraneskirkju kl. 15 Fjölskyldustund með jólasálmum og jólagleði.  Góðgæti í safnaðarsalnum á eftir. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. María Magnúsdóttir annast um tónlist og söng. Börn sem vilja taka þátt í helgileiknum mega gjarnan mæta klukkan 14 eða upp úr því til að fara í búninga og undirbúa sig. Aftansöngur kl. 18 Kór Digraneskirkju Prestur: sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Einsöngvarar: Einar Clausen & Sandra Lind Þorsteinsdóttir   Jóladagur 25. desember kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta Kór Digraneskirkju Prestur : sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Einsöngvari: Una Dóra Þorbjörnsdóttir   Sunnudagurinn 30. desember kl. [...]

By |2018-12-18T15:23:18+00:0018. desember 2018 15:12|

Jólaball 16. desember kl. 11:00

Jólaball verður á sunnudeginum 16. desember kl. 11. Við byrjum með helgistund í kirkjunni en svo förum við í kapelluna á neðri hæð og dönsum kringum jólatréð. Jólasveinar koma í heimsókn og að því loknu fáum við okkur heitt súkkulaði, piparkökur og klementínur í safnaðarsalnum.

By |2018-12-13T19:23:37+00:0013. desember 2018 19:23|

Unglingamessa á sunnudaginn þriðja í aðventu kl. 20

Það líður að jólum. Unglingamessan sem verður í Digraneskirkju 16. desemeber kl 20 verður undir áhrifum jóla. Popphljómsveitin Sálmari sér um tónlistina, tveir fermingardrengir lesa jólasögu, ljóðið Jól eftir Stefán frá Hvítadal lesið og það verða sungin jólalög ásamt fjörugu efni. Þetta er tilvalin jólastund fyrir alla fjölskylduna. Verið hjartanlega velkomin með ykkar barni eða börnum.

By |2018-12-13T19:19:52+00:0013. desember 2018 19:19|

Látinna ástvina minnst í allra heilagra messu

Syrgjendur eru hvattir til að mæta í allra heilagra messu sunnudaginn 4. nóvember kl 11 og minnast látinna ástvina. Þá verður látinna minnst með tendrun kerta og lesin verða upp nöfn þeirra sem jarðsungin hafa verið frá Digraneskirkju síðasta árið og eru skráð í prestsþjónustubók Digranesprestakalls. Kammerkór kirkjunna syngur undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista. Prestur er Bára Friðriksdóttir. Það verða veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Fermingarfræðsla kl 12:30 og fermingarbörn fá bauka til að  safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

By |2018-11-02T14:33:20+00:002. nóvember 2018 14:33|

Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fermingarbörnin fara hús úr húsi vikuna 4.-11.nóvember. Þau sækja baukana eftir messu sunnudaginn 4. nóvember og má búast við að þau banki uppá alla þá viku. Þau skila svo baukunum í messunni 11. nóvember. Tökum vel á móti fermingarbörnunum! Hér er fræðslumyndband um Hjálparstarfið sem vel er þess virði að horfa á. Það tekur innan við korter. https://www.youtube.com/watch?v=fDGVSUhkV4s&feature=youtu.be

By |2018-10-26T16:36:49+00:0026. október 2018 16:22|